Stolin hugmynd

Þetta var nú bara svona í meðallagi frumlegt.  Þegar sveitarstjórinn á Djúpavogi var bæjarstjóri á Egilsstöðum var framinn listagerningur á bæjarstjóralimúsínunni (gamalli Mözdu) og henni pakkað vel og vandlega í rautt plast. Því miður á ég ekki mynd af þeim frábæra gerningi, en ef einhver gamall vinnufélagi á mynd, þá er hér með lýst eftir henni.

Ég er ekki í vafa um hvaðan hugmyndin að þessum Djúpavogsgerningi núna er komin Smile


mbl.is Djarfur hrekkjalómur á Djúpavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahérna !

Á nú að fara að forða slysi ?

Ég hélt að flestir reyndu að forðast slys og forða einhverjum eða einhverju frá slysi.  En að forða slysi hlýtur að þýða það sama og að tryggja það að slysið verði.

Hvernig er þetta með blaðamenn Moggans ?  Hefur fólkið aldrei verið í skóla ?


mbl.is Vilja forða slysi við lagasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efalaust tónlistarséní

...en ég skildi aldrei þessa músík hjá kappanum - og því síður alla hans rykki og skrykki, nema þá helst hreðjatakið, en hann fann það samt ekki upp.  Hitt er umhugsunarefni á þessum s.o.v. tímum að þarna sannaðist það að margur verður af aurum api.  Varla hefur heldur nokkurt mannsbarn gengið lengra í því að breyta útliti sínu og með jafn hörmulegum afleiðingum. Frekar snotur þeldökkur maður endaði sem ek. sambland af skrímsli og hryggðarmynd.  Riddarinn sjónumhryggi.

...e.t.v. eitthvað sem gæti verið áhugavert fyrir væntanlegt setur á Bíldudal ???


mbl.is Fjölskylda Jacksons „reið og sár"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kýr - um kú - frá kú - til kýr

.... "David Blunkett meiddist er kú réðist á hann"

Ég velti fyrir mér hvort blaðamenn hafi aldrei verið í skóla.  Oft ofbjóða mér  ritvillurnar í fréttunum á mbl.is.

Hvernig væri nú að æfa fallbeygingarnar ?


mbl.is Þingmaður varð fyrir kú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Tvöfalt góðar fréttir.  Til hamingju Héraðsverk !  Og til hamingju allir Austlendingar !  Þetta er fyrsti áfanginn í því að gera Hringveginn þannig úr garði að mannsæmandi sé.  Svo kemur nýji vegurinn um Öxi og styttir Hringveginn um 61 km.  Munar um minna. 

Það gleymist ef til vill að vegur um Skriðdal og Öxi er ekki bara hagræði fyrir Héraðsbúa. Staðreyndin er sú að fyrir Reyðfirðinga, Eskfirðinga og Norðfirðinga er styttra að fara um Skriðdal og Öxi suður á land en um Suðurfirði, þrátt fyrir Fáskrúðsfjarðargöng.  Eftir nokkur ár verður komið bundið slitlag á alla þessa leið og þá verður vonandi líka búið að laga veginn í Hamarsfirðinum.

 


mbl.is Buðu lægst í veg um Skriðdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistarhöllin: STOPP

Nú er ég alveg sammála Pétri Blöndal og fleirum.  Mér finnst ekki koma til mála að halda áfram byggingu á "Musteri græðginnar" - Tónlistarhöllinni.

Það fer vel á því að þetta bákn standi á komandi árum sem minnisvarði um græðgisæðið og bruðlið og til daglegrar áminningar um það sem varast ber.

Fá mannvirki hafa rækilegar undirstrikað að í landinu búa að minsta kosti tvær þjóðir, allavega hvað lífskjör og allar viðmiðanir varðar. Víst átti þetta að verða glæsileg bygging, en hugsið ykkur:  Enn er ekki einusinni búið að koma öllum byggðum landsins í vegasamband, hvað þá meira.  Enn er meira að segja Þjóðvegur númer eitt ekki að öllu leyti kominn upp úr forinni.  Ástandið á elstu þjóðvegunum með bundnu slitlagi er þannig að þeir eru að þrotum komnir.

Fleiri góð mál sem varða hag alls almennings mætti nefna sem eru margfalt brýnni og örugglega jafn atvinnuskapandi og gott betur en þetta skrímsli í Reykjavík.


mbl.is Deilt um tónlistarhús á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er afstætt

Það er alveg magnað hvað fjölmiðlar okkar eru takmarkaðir við suður- og suðvesturlandið. Nú linnir ekki fréttum af góða veðrinu, en ekkert var sagt frá blíðunni  sem var um allt norðan- og austanvert landið, - alveg þangað til fyrir þremur dögum síðan.  Þá var hér sól og blíða.  Nú er kuldi, þokuruðningur og súld hérna megin.  Það er svo kalt í dag að maður fer ekki út án þess að fara í vetrarfötin.

Ef kólnar örlítið meira fer að snjóa í fjöll á nýjan leik.

En ég samgleðst ykkur sunnanmönum fyrir þessa daga, en vona samt að rokið og rigningin komi til ykkar sem fyrst, því þá er sumar og blíða hérna hjá okkur  Tounge


mbl.is Útlitið bjart næstu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Cliff Richard vann Eurovision !

Sæt blanda af Sir Cliff Richard og norskri bjálkakofamúsík var það sem til þurfti.  Norðmenn fá örugglega þjóðernisrembufullnægingu á  morgun, enda ekki minni dagur en 17. maí.

Nú þurfa Íslendingar að þurrka rykið af langspilinu og fá lánaðan einhvern gamlan og þekktan sykurpúða frá sjötta áratugnum næsta ár og sjóða kokteil sem dugir.  Bara að tónlistarhöllin í Rekavík verði tilbúin fyrir stóra ballið.


mbl.is Ísland í 2. sæti í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn samtímis ráðherradómi ?

Nú væri gaman að vita hvort þeir þingmenn sem eiga að gegna ráðherraembætti hugsa sér að kalla inn varamenn á þingið í sinn stað, eða hvort halda á áfram uppteknum hætti, þ.e. að blanda saman löggjafar- og framkvæmdavaldi.

Þetta er eitt þeirra atriða sem gagnrýnt hefur verið sem þáttur í lýðræðisleysi á Íslandi - og þykir óhæfa á hinum Norðurlöndunum.  

 


mbl.is Óbreytt stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur verður seint diplómat

Með niðurlagsorðum sínum staðfesti Ögmundur önugur það sem allir máttu vita.  Hann er ekki kandidat fyrir sendiherrastöðu.  Svona orð úr munni ráðherra eru ekki mjög fyndin, enda er ráðherrann ekki mikill húmoristi og brosir mjög í hófi. Raunar er bara ekki sniðugt í þeirri stöðu sem við erum að fara fram með gífuryrði og sleggjudóma.
mbl.is Heimslögregla kapítalismans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband