Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Lýðræðishalli

Ég stóð upp frá sjónvarpinu sem er að sýna viðtöl við forystumenn allra framboðanna í Reykjavík. Ég nenni ekki að hlusta á þetta lengur, því ég fer ósjálfrátt að hugsa um hvað Reykjavík eiginlega er, eins og ég sé höfuðborgina mína.  Ég segi mína, því ég er Íslendingur og á heima á þessu landi sem á eina höfuðborg.  Og það er þá líka mín höfuðborg.

Í Reykjavík er Alþingi, Stjórnarráðið, Háskóli Íslands, Landspítali-Háskólasjúkrahús og nær allar íslenskar ríkisstofnanir. Og innanlandsflugvöllurinn, sem er tengiliðurinn við höfuðborgina mína.

Allt er þetta í einu og sama sveitarfélaginu. Og auðvitað hefur sveitarstjórn þessa sveitarfélags mikið um það að segja hvernig þessum stofnunum okkar allra vegnar.  Fyrir utan það að þessar stofnanir okkar allra, mín og þín, skila þessu eina sveitarfélagi mjög miklum tekjum.

Ég hef ekki kosningarétt til neinnar annarrar sveitarstjórnar en þeirrar sem situr í því sveitarfélagi sem ég bý í.  Sveitarstjórn Reykjavíkur hefur skipulagsvald, eins og aðrar sveitarstjórnir og nú stefnir allt í það að í Reykjavík verði þessu skipulagsvaldi beitt til að úthýsa Reykjavíkurflugvelli, sem er þó mikilvægasta tenging mín við höfuðborgina mína og stofnanir okkar allra sem þar eru.

Þegar fram fór atkvæðagreiðsla um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri fór fram höfðu allir Reykvíkingar með atkvæðisrétt möguleika á að greiða atkvæði.  Líka Kjalnesingar, sem búa talsvert lant frá vellinum og hafa ekki mikilla hagsmuna að gæta.  Á sama tíma gátu íbúar á Kársnesi í Kópavogi ekki kosið, þó þeir búi undir aðflugsleið að vellinum úr suðri.  Því síður ég, þó ég eigi beinna hagsmuna að gæta.

Ég sé bara eina lausn á þessu:  Það þarf að skilgreina miðborg Reykjavíkur og flugvallarsvæðið sem sérstakt svæði sem ekki er hluti af sveitarfélaginu Reykjavík.  Ekki hluti af neinu sveitarfélagi í venjulegum skilningi, heldur svæði sem hefur sérstaka yfirstjórn sem kosið er til af öllum landsmönnum.

Ég á ekki heima "úti á landi", eiginlega frekar "inni á landi", því það er langt til sjávar frá mínu heimili.  Ég á heima á Íslandi og landið allt er landið mitt, heimaland mitt.  Í þessu landi er ein höfuðborg sem ég á hlutdeild í, til jafns við alla aðra sem búa í landinu, hvort sem þeir eiga heima langt eða stutt frá sjó, eða langt eða stutt frá höfuðborginni.


Matarleyfi ?

Mér finnst vanta í fréttina hvort auk dagblaðanna hafi verið einhver skjöl með útgefnum "matarleyfum".  Greinilegt er samt að þessi gerningur var gerður í leyfisleysi.

Það er annars löngu kominn tími á það að "skríbentar" frétta á mbl.is læri stafsetningu.


mbl.is Bílnum pakkað inn í plast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju, Djúpavogsbúar !

Gleðivíkin stendur undir nafni.
mbl.is Skemmtiferðaskip til Djúpavogs í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannekla

Mér sýnist að það væri þjóðráð að fara með þessa menn austur undir Eyjafjöll og láta þá hjálpa bændum þar.  Það mætti fylgja með að ef þeir standa sig ekki verði þeim boðið í flugferð yfir jökulinn og sleppt ofan í gíginn !
mbl.is Gæsluvarðhaldsúrskurður kærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú ættu Jóhanna og Steingrímur að þegja

Þó margir séu reiðir og jafnvel þó svo sé komið málum sem raun ber vitni, þá er ein grundvallarregla enn í gildi í okkar réttarfari:  Enginn er sekur fyrr en dómstóll hefur dæmt sekt.  Að heyra blaðrið í þessari gömlu og þreyttu konu sem við köllum forsætisráðherra og sömuleiðis í Heilögum Steingrími gengur út yfir allt.  Þau eru komin í flokk með forsetanum með ótímabært og óábyrgt tal.

Að forsvarsmenn framkvæmdavaldsins skuli voga sér að opna munninn opinberlega um sakamál á þessu stigi er óafsakanlegt.  Burtséð frá því hvað þau eða við hin meinum um viðkomandi einstaklinga og burtséð frá því þótt við hugsum forsprökkum útrásarinnar þegjandi þörfina.

Látum dómsvaldið og réttvísina vinna sitt verk án þess að blanda okkur í það


mbl.is Kaupþingsmenn í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband