Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Forsetinn

Ég styð forsetann, þó honum verði það á stundum að gleyma að hann er hættur í pólitík og situr ekki í neinu bankaráði.  Ekki vildi ég fá aftur "fosseta ísslands" eins og við höfðum einu sinni.

Sumir virðast vilja fá einhverja gufu í þetta embætti, sem gerir ekkert annað en að klippa á borða í fánalitunum og talar svo "abstrakt" að maður er engu nær.

Svo er Ólafur svo frábærlega vel giftur, konu sem þorir að vera hún sjálf og er svo fjarri því að vera einhver þögul hofróða sem hvorki dettur af né drýpur.

Heill forseta vorum !


mbl.is Tæpur þriðjungur ánægður með forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afglöp í stjórnsýslu ?

Kann að vera.  En við sem erum áhorfendur að öllum þessum ósköpum erum búin að sjá sitthvað í þeim efnum.  Enn hefur Umboðsmaður Alþingis þó ekki fellt Jóhönnu á prófinu, eins og hann gerði við Árna dýralækni Matthiesen.

Við lifum á vægast sagt óvenjulegum tímum og það sem einkennir þá er m.a. sú staðreynd að sá hluti æðstu stjórnsýslu landsins sem sýslar með efnahags- og peningamál er gersamlega rúinn tausti almennings í landinu og umheimsins.  Kann að vera að ósnertanleiki seðlabankastjóranna heimili ekki að þeir séu beðnir um að finna sér annað að gera, og það kann líka að vera að þeir hafi ekkert gert nema rétt.  Það breytir bara ekki því að án trausts geta þeir ekki setið, sama hversu "ósanngjarnt" það kann að vera í þeirra eigin augum að þeir séu knúnir til að finna sér annan starfsvettvang.


mbl.is Björn: Réttmæt ábending Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kallaðu það hvaða nafni sem þú vilt !

Ágæti Kjartan!

Þú mátt kalla það hreinsanir ef þú vilt, en hvað hefðir þú gert sjálfur heima hjá þér ef þú hefðir komð að heimili þínu í rúst,- búið að stela stórum hluta af innbúinu og all útatað í skít!

Ég býst við því að þú hefðir reynt að þrífa til.  

Munurinn á þessu dæmi og því sem þið, - elítan í Sjálfstæðisflokknum - hafið komið til leiðar, er sá að íslenskt samfélag hefur ekkert tryggingarfélag til að bæta skaðann.

Málið er það að þið frjálshyggjuriddarar í Sjálfstæðisflokknum og nokkrir siðblindir Framsóknarmenn (sem nú er búið að einangra í flokknum) eruð með aðgerðum ykkar og aðgerðaleysi búnir að leiða yfir íslenskt þjóðfélag mestu hörmungar sem núlifandi kynslóð hefur séð.  Það er ekki nóg að einangra nokkra framsóknarmenn.  Það þarf að einangra fólkið sem enn fylkir sér um þig og þína líka frá pólitískum áhrifum í landinu um ókomin ár. Sjálfstæðismennina sem hafa ekki bara setið að kjötkötlunum síðustu tæpa tvo áratugi, heldur hafa þeir algerlega misskilið þann siðferðisgrunn sem liggur að baki þessu samfélagi sem við búum í.  Siðferði og réttlætiskennd alls þorra almennings í landinu er grundvöllur lýðræðisins og hugsjónarinnar um raunverulegt velferðarsamfélag. 

Það er einlæg von mín  að Sjálfstæðisflokknum verði haldið frá áhrifum í landsstjórninni næstu tvo áratugi eða svo, eða nógu lengi til þess að áhangendur hans fái ráðrúm til að stunda rækilega sjálfsskoðun og gera upp við fortíðina.  

Einu sinni fyrir löngu heyrði ég góða skilgreiningu á því hver væri munurinn á meginstefnunum í pólitíkinni, þegar skygnst væri á bak við flokkakerfið:  Það er til fólk sem lítur á samfélagið sem félag þar sem hver og einn ber ábyrgð að einhverju leyti á náunga sínum og velferðin byggist á samfélagslegu starfi.  Svo er það hinn armurinn.  Fólk sem lítur á samfélagið sem veiðislóð.

Þú og þín skoðanasystkin hafið nógu lengi fengið að valsa frítt um húsakynni samfélagsins og getað borið búslóðina út.  Nú er komið að því að stoppa ykkur og þrífa!  Ef þú hefur fengið sápuslettu í augun og svíður undan henni, þá get ég sagt þér að það líður hjá og ef til vill muntu fá betri sjón á eftir.

 

Þórallur Pálsson


mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband