Góðar fréttir

Tvöfalt góðar fréttir.  Til hamingju Héraðsverk !  Og til hamingju allir Austlendingar !  Þetta er fyrsti áfanginn í því að gera Hringveginn þannig úr garði að mannsæmandi sé.  Svo kemur nýji vegurinn um Öxi og styttir Hringveginn um 61 km.  Munar um minna. 

Það gleymist ef til vill að vegur um Skriðdal og Öxi er ekki bara hagræði fyrir Héraðsbúa. Staðreyndin er sú að fyrir Reyðfirðinga, Eskfirðinga og Norðfirðinga er styttra að fara um Skriðdal og Öxi suður á land en um Suðurfirði, þrátt fyrir Fáskrúðsfjarðargöng.  Eftir nokkur ár verður komið bundið slitlag á alla þessa leið og þá verður vonandi líka búið að laga veginn í Hamarsfirðinum.

 


mbl.is Buðu lægst í veg um Skriðdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjir borga brúsann?   Skattgreiðendur sem aldrei hafa farið, eða aldrei koma til með að fara Skriðdalinn eða Hamarsfjörðinn.  IDIODER.

J.þ.A (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 22:05

2 identicon

J.Þ.A.: Austfirðingar eru líka skattgreiðendur smásálin þín.

Bjarki (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 23:10

3 identicon

Þetta er bara bruðl með peninga sem ekki eru til.  Austfirðingar ættu að sjá sér bestan hag í því að flytja suður, og gleyma þessum afdalakotum þarna fyrir austan.

J.þ.A (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband