Er til flugmannaafsláttur líka ?

Sumt af íslenskum skatta- og ívilnunarreglum er greinilega orðið gamalt dót, þó ekki sé meira sagt. Sjómenn hafa haft þennan sjómannaafslátt, að mér skilst, í meira en hálfa öld, svo ekki er furða þó þeir rísi gegn því að við honum sé hróflað.

Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að mikið hafi breyst í aðbúnaði og kjörum sjómannastéttarinnar á hálfri öld og því hljóti að vera tímabært að endurskoða þessa ívilnun með sanngirni í huga.  Mér vitanlega hafa áhafnir flugvéla ekki sambærilegar ívilnanir í skattkerfinu, né t.d. starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar, sem dvelja stundum langdvölum fjarri fjölskyldu  og íslensku velferðarkerfi.  Einhvern veginn er komið til móts við þessa hópa í gegnum almenn kjör sem samið er um á vinnumarkaði.  Ég fæ ekki séð réttlætið í því að halda uppi þessum sjómannaafslætti.

Þeim fjármunum sem það sparar ríkinu að fella sjómannaafsláttinn niður væri vel varið til þess að hækka persónuafsláttinn sem því næmi.  Það kæmi þeim sem virkilega þurfa á að halda að mestum notum.


mbl.is Sjómenn vara stjórnvöld við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara svo það sé á hreinu, flugmenn og flugfreyjur fá dagpeninga greidda fyrir þá daga sem þau eru að heiman og það er skattfrjálst

Ragnar Haraldsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 15:17

2 identicon

Mikið er ég þér sammála Þórhallur.  Sjómannaafslátturinn er tímaskekkja og það er verið að mismuna mönnum og stéttum gróflega.

Réttilega minnist þú á flugmenn.  Hér á árum áður var úthald þeirra langt og strembið t.d í pílagrímafluginu nutu þeir einhverra skattafríðinda ? NEI !

Reyndar á þetta líka við um fleiri stéttir en flugmenn.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 15:43

3 Smámynd: Sigurður Helgason

þetta hefur ekkert með úthald að gera,

Hver gaf útgerða mönnunum kvótana og hver borgar niður fyrir þá launin,

Er sjómönnum alveg óviðkomandi, ekki blanda þeim inn í ruglið.

Sigurður Helgason, 29.11.2009 kl. 16:20

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Bendi á að þetta hefur heldur ekkert með kvóta að gera...

Flugmenn eru með dagpeninga og það meira að segja í erlendri mynt. 

Sindri Karl Sigurðsson, 29.11.2009 kl. 17:18

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hjartanlega sammála.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.11.2009 kl. 18:53

6 identicon

Ef þetta myndi heita sjómannabætur þá þætti ekkert sjálfsagðara en að fella þetta út eins og gert var við láglaunabæturnar á sínum tíma, svo sjómannaafslátturinn er bara bætur eins og hverjar aðrar bætur sem er búið að afnema og á að skerða.

Þetta er bara gamalt og úrelt og ekki held ég að sjómenn kvarti mikið núna yfir laununum sínum.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 18:54

7 Smámynd: Jakob Jörunds Jónsson

Ekkert mál. Um leið og sjómenn fá sömu laun og fríðindi og flugmenn þá má sjómannaafslátturinn fara mín vegna.

Jakob Jörunds Jónsson, 29.11.2009 kl. 19:50

8 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Er þá ekki málið að afnema alla dagpeninga líka, t.d. hjá alþingismönnum sem eru með 13500 í dagpeninga miðað við að sjómannaafsláttur er tæpar þúsund krónur á dag.  Ekki getum við farið að mismuna stéttum.

S Kristján Ingimarsson, 29.11.2009 kl. 19:57

9 identicon

En fá sjómenn ekki frítt uppihald og annað um borð?? Dagpeningar sem aðrar stéttir fá eru væntanlega svo þeir geti haldið sér uppi á meðan þeir eru staddir erlendis. Nota Bene og eru það ekki þeirra atvinnuveitendur sem greiða þessa dagpeninga, afhverju ætti ríkið að gera það? Ástæða fyrir því að þetta var sett á sínum tíma var vegna skort á mönnum á síðutogara ekki til að greiða mönnu dagpeninga. Þannig að þau rök eiga ekki hér við.Það eru útgerðafélögin sem eiga að greiða þennan mismunun en ekki ríkið!!

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 20:26

10 identicon

Sindri mikið rétt hjá þér, flugmenn eru með dagpeninga en þeir þurfa að borga SKATT af þeim. Og Sindri það eru fleiri stéttir en sjómenn sem þurfa að dvelja langdvölum erlendis fjarri fjölskyldum sínum og þiggja ekki niðurgreiddan frádrátt frá atvinnurekendum sínum.

Í dag eru sjómenn ekkert merkilegri eða mikilvægari en aðrar starfsstéttir landsins.

Sú tíð er liðinn að sjávarútvegur standi undir 70-80% þjóðartekna.

Sjómannaafsláttur er ekki réttlæti í dag, heldur MISMUNUN.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 20:39

11 Smámynd: Sigurður Helgason

Sindri,,,,, hvenær fór ríkið að greiða flugmönnum dagpeninga,

Haraldur,,,,, þeir sem voru á síðutogurunum fengu engin laun og engin fríðindi þá voru íslensku sjómennirnir þrælar sem fengu ekki einu sinni svefn, fleiri stéttir eru líka með frítt fæði eins og til dæmis trésmiðir sem fara út fyrir mörkinn

Jakob,,,,, afslátturinn á ekki að fara,útgerðamenn geta borgað sjómönnum mansæmandi laun, selt eina þyrlu eða svo til að verða borgunarmenn fyrir því  

Sigurður Helgason, 29.11.2009 kl. 21:21

12 identicon

Sigurður, afslátturinn var upphaflega gerður til að laða menn að gerast sjómenn á síðutogurum. Það er eðlilegt að ef ég ræð mig til starfa í bænum en svo þarf vinnuveitandinn minn að senda mig eitthvað annað að hann greiðir fyrir mig matinn. Eins ef ég bý í bænum og ræð mig í vinnu fyrir austan þá er það mitt að koma mér á milli staða og borga mitt uppihald. Skil ekki þessa röksemdafærslu þina. Laun sjómanna eiga ekki að vera niðurgreidd afríkinu. Sjómenn eiga bara að semja um sín kaup og kjör eins og aðrar stéttir þurfa að gera. 

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 21:34

13 Smámynd: Sigurður Helgason

Haraldur er það ekki það sem ég sagði, útgerðin getur greitt þetta sjálf ekki ríkið,

lestu betur vinur,

Sigurður Helgason, 29.11.2009 kl. 21:55

14 identicon

Þá erum við sammála, en ég skildi þig þannig að þegar þú sagðir "afslátturinn á ekki að fara" að afslátturinn ætti ekki að far...

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 22:02

15 Smámynd: Sigurður Helgason

Hann á ekki að fara nema í þeirri merkingu,að hann á að fara af ríkinu yfir á útrerðina,ekki gengur að lækka laun sjómanna,

Sigurður Helgason, 29.11.2009 kl. 22:14

16 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Þórhallur,ég bíð ykkur á bloggsíðu mína ieinarsson blog.is þar bendi ég afskipti ríkisstjórnar á kjarabaráttu sjómanna.

Ingvi Rúnar Einarsson, 30.11.2009 kl. 00:01

17 identicon

"En fá sjómenn ekki frítt uppihald og annað um borð??" Haraldur, sjómenn þurfa að borga allt uppihald sjálfir og það er sko ekki gefins. t.d. vinnufatnaður  60 þúsund og matur fyrir 4 túra (6 daga túr) 50 þúsund.

Maríella Sigmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 01:40

18 identicon

Það hlýtur að vera ástæða fyrir því afhverju sjómenn taka svona mikinn þátt í greiðslu á öllu sem viðkemur útgerðinni.

Það er að þega vel fiskar þá fá þeir hlutdeild í því og svo öfugt. Það er ekki hægt að semja svona og svo þegar illa gengur þá á að fara væla. Ríkið á ekki að vera niðurgreiða laun sjómanna.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband