Rússar banna dauðarefsingar...

.. og komast þar með nær samfélagi siðmenntaðra þjóða.  Eftir sitja stórveldin Kína og Bandaríkin, með þann smánarblett sem beiting dauðarefsingar er.

Annars er það undarlegt að lönd sem lengst eru komin á sviði mannúðar- og mannréttindamála skuli ekki beita áhrifum sínum í meira mæli en raun ber vitni til að útrýma villimennsku pyntinga, nauðgana og grimmilegra refsinga sem viðgangast í stórum hluta heimsins.  Mannréttindi eiga ekki að vera lúxus hinna fáu.

Það er eins og að víða sé litið á refsingar, sem menn eru dæmdir í, sem hefnd samfélagsins.  Hámark hefndarinnar er að svipta hinn brotlega lífi eða ræna hann sjálfsvirðingunni, heilsunni og jafnvel vitinu fyrir fullt og allt. Á Íslandi er talað um betrunarhús, betrunarvist o.s.frv.   Er það hugtak yfirleitt til í öðrum tungumálum, eða sá skilningur sem í orðunum felst ?


mbl.is Banna dauðarefsingar í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband