Rússar banna dauðarefsingar...
19.11.2009 | 13:28
.. og komast þar með nær samfélagi siðmenntaðra þjóða. Eftir sitja stórveldin Kína og Bandaríkin, með þann smánarblett sem beiting dauðarefsingar er.
Annars er það undarlegt að lönd sem lengst eru komin á sviði mannúðar- og mannréttindamála skuli ekki beita áhrifum sínum í meira mæli en raun ber vitni til að útrýma villimennsku pyntinga, nauðgana og grimmilegra refsinga sem viðgangast í stórum hluta heimsins. Mannréttindi eiga ekki að vera lúxus hinna fáu.
Það er eins og að víða sé litið á refsingar, sem menn eru dæmdir í, sem hefnd samfélagsins. Hámark hefndarinnar er að svipta hinn brotlega lífi eða ræna hann sjálfsvirðingunni, heilsunni og jafnvel vitinu fyrir fullt og allt. Á Íslandi er talað um betrunarhús, betrunarvist o.s.frv. Er það hugtak yfirleitt til í öðrum tungumálum, eða sá skilningur sem í orðunum felst ?
Banna dauðarefsingar í Rússlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.