Afturhaldsmaðurinn Jón Bjarnason

Kæri Jón !

Það getur meira en satt verið að það sé ekki tímabært að vera umsækjandi um EB-aðild einmitt núna.  En þú veist vel, rétt eins og ég, að það er enginn vafi á því að Ísland verður aðili að Evrópusambandinu, fyrr eða síðar.  Ástæðan er einfaldlega sú, að við sem búum hér, ætlum Íslandi að verða nútímalegt velferðarríki, í nánu samstarfi við umheiminn og okkar nánustu viðskiptaþjóðir og í góðum tengslum við þann hluta heimsins sem er okkur líkastur í menningu og hugsunarháttum.

Við hverfum ekki til baka 40 ár, eins og mér finnst vera draumur margra þinna flokksbræðra.  Einangruð frá umheiminum, í samfélagi þar sem frumvinnslugreinarnar hirðingjabúskapur eru í forgangi, rétt eins og í þróunarlöndunum svokölluðu. 

Evrópusambandið og aðild að því mun gerbreyta valdahlutföllum á Íslandi.  Í stað þeirrar "nýlendustefnu" sem hefur viðgengist hér innanlands munu einstök svæði landsins geta leitað samstarfs og fjármuna nánast hvert sem er innan Evrópu.  Ekki bara til Reykjavíkur.  Það mun draga úr völdum ríkisvaldsins hér innanlands, og það er vel.  


mbl.is ESB-umsóknin þungbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Allar skoðanakannanir sýna að við eum EKKI á leið í ESB - þetta er tíma&peningaeyðsla - EKKI skil ég hversvegna SF studdi ekki tillögu Sjálfstæðisflokksins um að leyfa þjóðinni að kjósa um það hvort farið yrði í þennan leiðangur ?

Óðinn Þórisson, 29.10.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband