Björgólfur - Björgrófur

Mér er hreinlega hætt að koma nokkur skapaður hlutur á óvart.  Næst fréttir maður eflaust að einhver hafi selt skuldabréf til að standa straum af útför ömmu sinnar, - ef þá ekki bara hreinlega selt af henni skrokkinn, eins og  í sögunni um Stóra-Kláus...

Menn sem nota að yfirvarpi einhvern minningarsjóð um látna dóttur til að koma út skuldabréfi upp á litlar 400 kúlur, það sýnir svo takmarkalausa siðblindu að orð fá ekki lýst.

Gaman væri að sjá bókhald þessa minningarsjóð !  Ef það er til.


mbl.is Vísað til efnahagsbrotadeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Lesið bókina Dauðans óvissu tími, eftir Þráinn Bertelsson, og þið munuð öðlast nýjan skilning á siðfræði Björgólfs og Björgólfs, og endurkomu þeirra í íslenskan bankaveruleika, í skjóli innvígðra og innmúraðra ráðamanna bláu handarinnar. Bjöggi gamli var iðinn við að útdeila fé sem hann átti ekki til að afla sér og frúnni vinsælda, þá helst fyrir framan camerur fjölmiðla. Samviska og heiðarleiki eru þar víðsfjarri ásamt því hugtaki sem sannleikur nefnist! Svo er rétt að skoða hvernig eignarhaldi Bjögga og félaga var komið á koppinn, eins og nú blasir við. Samkvæmt  sem nú er sagt, því lögðu þeir ekki eyri frá sér til að fá Landsbankann, en spreðuðu annarra fé ótæpilega. Engin takmörk virðast hafa verið fyrir fjárglæfrum þeirra og fyrirtækjum þeim tengdum. Minningarsjóður og Tónlistarhús og loforð um framlög fjár hér og þar, voru aðeins til að slá ryki í augu almennings. Það er því miður ekki nokkur leið að bera virðingu fyrir svona fólki sem sýnist bara vera blekkingamenn og svikahrappar.

Stefán Lárus Pálsson, 6.11.2009 kl. 22:17

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Virðingu neiii við verðum að loka svona menn frá því að spila með okkur því firr því betra. Vera á varðbergi gagnvart sukkinu og óheiðarleikanum.

Sigurður Haraldsson, 7.11.2009 kl. 01:27

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Tilvera þessara manna er einfaldlega sorgleg og ótrúlegt að þeir skuli enn ganga lausir á meðan fangelsin eru yfirfull af smákrimmum. Hvorir skyldu nú vera þjóðinni hættulegri...?

Ómar Bjarki Smárason, 16.11.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband