Þörf áminning

Ég gleðst í hvert skipti sem ég heyri um að blásið er til sóknar gegn einelti.  Þessum skugga sem fylgir mörgum langt fram eftir ævi - og jafnvel ævilangt.  Það eru svo margir einstaklingar sem bera þess sár að hafa þolað þá niðurlægingu að vera meira eða minna útskúfað úr félagsskap skólafélaga sinna.  Margir sem þurftu að þola einelti tóku þátt í því sjálfir líka, til að reyna að kaupa sjálfum sér frið eða hylli félaganna.

Sjálfur á ég minningar um óttann, sorgina og vonbrigðin sem þessu fylgdu.  Sjálfur mátti ég horfa upp á aðfarir gegn öðrum sem ekki er segjandi frá, þar sem ég þorði ekki annað en að láta sem ekkert væri, til að dragast ekki inn í það sem ég óttaðist mest.  Grimmdin, miskunnarleysið og skeytingarleysið gagnvart öllu sem viðkomandi var mest virði gat verið ólýsanleg.  Sumir brotnuðu, meðan aðrir brynjuðu sig með skel hörkunnar.  Í báðum tilfellum var afleiðingin félagsleg einangrun.


mbl.is Átaki gegn einelti hrint úr vör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Börn og unglingar gera þetta ósjálfrátt, alveg eins og hundar gelta; það er ekki endilega nein hugsun á bak við.

Það þyrfti að opna einhverskonar umræðu-hringi í byrjun hvers skólaárs á öllum aldursstigum og ræða þessi mál.

Það sem verra er að fullorðið fólk er ekkert betra í þessum málum og framkvæmir eineltið með meiri skipulagninu heldur en ungdómurinn.

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband