Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Úffelín greifi gengur aftur !
9.4.2010 | 10:55
Það rifjast upp fyrir mér stórkostlegur kafli úr Íslandsklukku Halldórs Laxness:
"Ef varnarlaus smáþjóð hefur mitt í sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn gánga í lið með henni einsog því dýri sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd mun hún verða gleypt í einum munnbita.
......
Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima."
Íslandslán ekki á dagskrá AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öxi verður að laga sem fyrst
4.4.2010 | 17:33
Þessi frétt sýnir glögglega að það er kominn tími á þessa styttingu Hringvegarins um 61 km. Það er búið að hanna nýjan veg um Öxi og þegar hann verður kominn verður þetta ekkert mál.
Erlendir ferðamenn skoða oft vegakort og fara eftir því. Og vitanlega blasir við á korti að þetta er leiðin milli Suðausturlands og Miðausturlands. Ef vegir eiga að vera lokaðir þarf að merkja þá með merki sem allir ökumenn þekkja, kringlótt skilti með rauðum hring, fylltum með gulum lit.
Ferðamenn festu sig á Öxi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)