Öxi verður að laga sem fyrst

Þessi frétt sýnir glögglega að það er kominn tími á þessa styttingu Hringvegarins um 61 km.  Það er búið að hanna nýjan veg um Öxi og þegar hann verður kominn verður þetta ekkert mál.

Erlendir ferðamenn skoða oft vegakort og fara eftir því.  Og vitanlega blasir við á korti að þetta er leiðin milli Suðausturlands og Miðausturlands.  Ef vegir eiga að vera lokaðir þarf að merkja þá með merki sem allir ökumenn þekkja, kringlótt skilti með rauðum hring, fylltum með gulum lit.


mbl.is Ferðamenn festu sig á Öxi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er mikill missilningur hjá þér (og fleirum) að segja að ekkert mál verði með Öxi eftir nýja veginn.

Þetta verður ekki heilsársvegur, nema með jarðgöngum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 02:38

2 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Það er álíka mikill misskilningur að Öxi geti ekki orðið heilsársvegur og að halda að Fagridalurinn geti ekki verið þaðnema með jarðgöngum.  Öxi er hreint ekki snjóþyngri leið.  Aðalatriðið er að hér er um mestu styttingu Hringvegarins sem unnt er að ná með skikkanlegu móti. 

Vegurinn um Öxi er styttsta leiðin fyrir alla Austfirðinga suður á land, - líka fyrir Reyðfirðinga, Eskfirðinga og Norðfirðinga. Og auðvitað Héraðsbúa og Seyðfirðinga.

Annars er það undarlegt hvað Fjarða(byggðar)menn eru mikið á móti öllum samgöngubótum sem gætu komið nágrönnum þeirra vel.  Þessi Héraðsfóbía er langt út fyrir allt sem kallast getur heilbrigt.  Vegagerðin á Reyðarfirði hefur meira að segja gælt við vegalagningu fram hjá Egilsstöðum, gegnum skóglendi og með tveimur nýjum brúm - og ég veit ekki hvað!  Hugsaðu þér ef Héraðsbúar væru æfir yfir jarðgöngunum til Fáskrúðsfjarðar !

Annars talar reynslan sínu máli.  Þegar Öxi er opin er meiri umferð um hana en Breiðdalsheiði og á stundum meiri en um Berufjarðarströnd.  Þrátt fyrir mjóan og hættulegan veg sem nú er.  Einfaldlega af því að leiðin er sú styttsta.

Hringvegurinn, þjóðvegur nr. 1 mun verða um Öxi, hvað sem líður einhverjum sárum tilfinningum Fjarðamanna.  Tíminn mun leiða það í ljós.

Góðar stundir .  ÞP

Þórhallur Pálsson, 7.4.2010 kl. 11:01

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er misskilningur í þér Þórhallur, að þú getir rökrætt þetta við fjarðarbúa af einhverju viti.  Þeir eru alveg steiktir í því að koma allri umferð í gegnum hringtorgið á Reyðarfirði. 

Öll skynsemi hnýgur að því, að grafa göng undir Öxi í fyllingu tímans, en fyrir þá sem ekki vita um fjáhagslega vangetu ríkiskassans nú um stundir, skal það upplýst að vegur undir Öxi kostar sennilega um etthundrað sinnum meira, en að fara yfir.

Það er því betra að fara yfir, þó einhverja daga kunni þar að verða ófært, enn að bíða tugi ára eftir því að ríkiskassin hafi fjáhagslegt bolmagn í að fara undir.

Benedikt V. Warén, 7.4.2010 kl. 13:11

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ótrúlegt að rígfullorðnir menn skuli svona fastir í gömlum hrepparíg. Ég er einungis að tala um hvað mér finnst raunsætt. Heilsársvegur um Öxi skapar fleiri og umdeildari vandamál en ykkur grunar.... grunar mig

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2010 kl. 17:20

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hver er fastur í hrepparíg?   Eru það þeir sem vilja greiðfæra leið og styttingu á hringveginn, eða þeir sem vilja koma allri umferð lengri leiðina inn á ákveðið svæði í Fjarðabyggð, hvað sem tautar og raular.  Er það ekki partur af hrepparíg, að geta ekki unnt öðrum samgöngubætur? 

Hvernig stendur á því, að allar vegaframkvæmdir sem eru ekki í Fjarðabyggð, eru harðlega gagnrýndar af íbúum þess sveitarfélags.  Ef það er ekki hrepparígur, þá veit ég ekki hvað það orðasamband merkir.

Heilsársvegur um Öxi verður meira og minna fær allan ársins hring.  Vegagerðin á Reyðarfirði hefur ekki hugmynd um snjóalög þar, enda ekki hægt að aka þeim á Öxi til að taka nokkra skafla, en voru síðan nægjanlega borubrattir að hafa í hótunum þegar leiðin var rudd af heimamönnum á kostnað Djúpavogshrepps. 

Heimamenn telja þennan valkost vænlegan, - er ekki rétt að taka mark á þeim?

Þeir fáu dagar sem ekki verða færir, blikna í samanburðinum við alla hina sem verða færir.  Eins og ég kom inn á, göng eru besti kosturinn, en hann er því miður ekki í sjónmáli, því verður að sætta sig við þann næst besta um sinn, sem nota bene, er mjög frambærilegur kostur.  Koma tímar, koma ráð til að gera jarðgöng undir Öxi. 

Menn vilja ef til vill fresta göngum milli Eskifjarðar og Norfjarðar og koma göngum undir Öxi í forgang?  Til er ég.

Ég veit hins vegar ekki hvað ég er að reyna að rökræða þetta, nýbúinn að benda Þórhalli á hvað það hefur lítinn tilgang.

Benedikt V. Warén, 7.4.2010 kl. 23:22

6 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Ég vísa á bug öllu tali um hrepparíg.  Ekki veit ég um neinn Héraðsbúa sem sér ofsjónum yfir neinu því sem gert er á Fjörðunum til að bæta þar mannlíf og lífskjör.  Síður en svo.

En að berjast gegn vegabótum, hvort sem það er milli Héraðs og Suðurfjarða, eða þess vegna vegabóta á Vestfjörðum, - það er eitthvað sem ég bara get ekki skilið.

Ég vona að Austfirðingar sameinist í ósk sinni og baráttu fyrir góðum og varanlegum lausnum í samgöngumálum, bæði á landi og í lofti.  Sumar þær lausnir eru afar dýrar og sumar þeirra þjóna mörgum en aðrar færri.  Það vantar almenna stefnu í vegamálum sem horfir fram hjá því hvað staðurinn heitir.  Í því sambandi hefði ég helst séð að stefnt væri að því að allir þéttbýlisstaðir yrðu tengdir við umheiminn með vönduðum vegum með bundnu slitlagi og væru færir a.m.k. 99% ársins.  Sums staðar næst þetta ekki nema með jarðgöngum.  Hringvegurinn er hins vegar leiðin milli landshluta.  Sú leið þarf að vera sem styttst og greiðust.  Það liggur því beint við að Hringvegurinn verði um Svínvetningabraut, styttur milli Varmahlíðar og Norðurárdals og lagður um Öxi.  Lónsheiðina þarf að bora til að leggja af hættulegan veg fyrir Hvalnesskriður.  Svo þarf að koma stytting í Nesjum í Hornafirði.

Þórhallur Pálsson, 9.4.2010 kl. 11:06

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er örugglega jafn áhugasamur og þú fyrir bættum vegasamgöngum, hvort sem þær eru á Öxi eða annars staðar.

 En við verðum eiginlega að hugsa eins og pólitíkusar hvað þessi mál varðar. Það er ákveðið framkvæmdafé fyrir hendi, bara of lítið að flestra mati. En veruleikinn blasir við og þá er að forgangsraða hlutunum. Hvernig fáum við mest fyrir aurinn í vegaframkvæmdum?

Því miður held ég að ávinningurinn á móti fyrirhöfninni sé Öxi í óhag, sérstaklega m.t.t. efnahagsástandsins. Mörg önnur "arðbærari" verkefni bíða.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.4.2010 kl. 11:16

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í framkvæmdum Vegagerðarinnar hvers árs eru þó reglulega verkefni, sem seint verða kölluð arðsöm, en þessi verkefni hafa beðið síns tíma í langri biðröð. Einhvern tíma verða þau að komast að, ef pólitískur vilji hefur verið fyrir þeim.

Öxar- verkefnið er hins vegar svo stórt í sniðum að það verður ekki kallað "gæluverkefni". Rekstrarkosnaður vegarins verður mjög hár, sennilega sá hæsti á landinu per. km. Í ofanálag fáum við ótryggan veg að vetrarlagi og sá sem heldur öðru fram, þekkir ekki snjóalög og veðrabrigði á heiðinni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.4.2010 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband