Ögurstundin nálgast
30.12.2009 | 17:02
Enn er von. Verði Icesave-frumvarpið fellt í kvöld kemur upp sú stða sem Pétur Blöndal lýsti í Kastljósi Sjónvarpsins í gær. Þá er bara að vona að Bretar og Hollendingar lýsi því yfir að þeir sætti sig ekki við niðurstöðu Alþingis frá í ágúst sl. og að málið fari fyrir íslenska dómstóla. Versta niðurstaðan úr því yrði aldrei verri en það sem ríkisstjórnin er nú að þvinga í gegn.
Eflaust hangir fleira á spýtunni. Vera kann að með dómsmáli um Icesave fari draumar Samfylkingarinnar um Evrópusambandsaðild út í veður og vind. Um sinn. Og þó ég sé eindreginn stuðningsmaður aðildar að Evrópusambandinu, þá vil ég ekki að hún verði of dýru verði keypt. Ekki heldur vil ég horfa upp á Ísland fara þar inn skottið milli fóta og allt í óreiðu í okkar málum. Evrópusambandaðild á eftir að koma, jafnvel þó við deilum um það mál jafn lengi og við deildum um það hvort drekka mætti bjór í landinu. Það er bara ekki rétti tíminn núna þegar óvissan í okkar málum er svo mikil sem raun ber vitni.
Icesave-umræðu lýkur í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hinn kostinn nefndir þú ekki. Ef þessi samningur verður samþykktur blasa við tveir kostir. Mestu óeirðir á Íslandi frá Sturlungaöld: hætta á að Alþingishúsið verði lagt í rústir, amk stórskemmt. Hinn kosturinn (augljós):ÞJÓÐARGJALDÞROT!
Það er etv besti kosturinn, - um 60 ríki hafa orðið "gjaldþrota" á uf áratugum og hefur þeim yfirleitt vegnað betur en þeim sem hafa reynt (án árangurs) að greiða skuldir sínar. - Amk einu sinni hefur slík staða komið af stað heimsstyrjöld : Weimar-lýðveldið í Þýskalandi, uppgangur og síðar (í frjálsum kosningum) stjórn nasista í því landi með hörmulegum afleiðingum. - Íslenska þjóðin mun líklega eiga erfiða daga næstu 3-4 árin (í stað 2-3 áratuga) en að fáum árum liðnum munum við eignast miklu betri daga, langtum fleiri munu vilja greiða götu okkar: lána okkur fé, eiga viðskipti okkar og styðja okkur á allan hátt m.a. stjórnmálalega. - Þess vegna, kæru Alþingismenn: fellið þennan samning! ella mun þjóðin gera það!
Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 17:37
"Mestu óeirðir á Íslandi frá Sturlungaöld: hætta á að Alþingishúsið verði lagt í rústir, amk stórskemmt." - Þetta er nú það aumasta bull sem ég hefið lesið. "Hinn kosturinn (augljós):ÞJÓÐARGJALDÞROT!" dramakvín! -Þ að sem menn nenna að bulla um einhverja þjóð sem þeir geta talað fyrir munninn á. Er þessi þjóð sem tala fyrir þessi tíu prósent með hor í nös sem hafa ekki vit á því að taka lýsið sitt inn á morgnana?
Gísli Ingvarsson, 30.12.2009 kl. 18:01
Þórhallur þetta er með því skynsamlegasta sem ég hef lesið eftir ESB sinna. Þakka þér fyrir að leiða mig í ljós um að jafnvel þeir sem vilja ganga í ESB eru skynsamir og hugsandi fólk. Ég meina ekkert illt, en hingað til hef eg einungis séð það til ESB sinna að þeir vilja gera allt til að komst þar inn, jafnvel fremja landráð og ofurselja útlengindum auðlindir okkar. Þarna innan um er sem sagt sem betur fer fólk sem vill skoða málin og væntanlega ekki samþykkja aðild ef þeir uppgötva að þarna er um innlimun að ræða en ekki bandalag þjóða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2009 kl. 18:13
Sæl Ásthildur !
Uffe Elleman Jensen, fyrrv. utanríkisráðherra Dana sagði að menn ættu ekki að ganga í ESB með græðgina að leiðarljósi. Menn ættu að gera það með hjartanu, - vegna þeirrar trúar að Evrópa standi fyrir ákveðin gildi, menningu og samfélag sem vert sé að vera hluti af. Sjálfur hef ég búið meira en fimmtung ævinnar erlendis og ég er að vona að mér hafi áunnist aðeins víðari sjóndeildarhringur en svo að ég stari aðeins á þorsk og rollubúskap. Veröldin er margslungin og að auki er til meira af góðu fólki en slæmu í kringum okkur.
Enn ein ástæðan sem ég hef fyrir því að aðhyllast ESB er sú, að það mun bjarga hinni svokölluðu landsbyggð frá auðn. Nýlendupólitík sú sem ríkt hefur innanlands á Íslandi síðustu 100 árin mun að óbreyttu leggja byggðirnar um landið í auðn. Það er hins vegar hugsjón innan ESB að stuðla að búsetu sem víðast og hlúa sérstaklega að dreifðum byggðum atvinnulífi þeirra og menningu. Fólkið sem finnst það komið í "draumalandið - sumarleyfislandið" um leið og það er komið austur undir Árbæ er ekki fólkið sem hefur skilning á því hvernig lífi er lifað í landinu og sér ofsjónum yfir hverju því sem gert er í dreifbýlinu fyrir opinbert fé.
Þórhallur Pálsson, 30.12.2009 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.