Íslenskukunnátta blaðamanna Moggans

.. eða réttara sagt kunnáttuleysi.

Það er orðið hrein raun að opna vefsíðu Morgunblaðsins, því það má heita daglegt brauð að þar æpi á lesandann alls kyns málfarsambögur.  Vitanlega geta slæðst innsláttarvillur í hvaða texta sem er, ekki síst við fréttaskrif, þar sem hraðinn er mikill.  En hér er um eitthvað annað, meira og verra að ræða.

Eitt dæmi um misskilning eða kunnáttuleysi blaðamanns birtir Mogginn á netsíðu sinni í dag, en það er skemmtifrétt um "Aðhaldsnærföld fyrir bjórvömbina" !  Sé fréttin skoðuð nánar kemur í ljós að hún fjallar um einhvers konar lífstykki fyrir karlmenn, til að minna beri á bjórvömb og fitu á kroppnum.  "Nærfald" er orð sem ég hef aldrei séð né heyrt áður, en nærhald þekki ég. Ekki veit ég betur en að nærhald sé sú flík sem ég kalla brók, en á Suðvesturlandi gengur hún undir því teprulega nafni nærbuxur.  Aðhaldsnærhald væri því trúlega einhvers konar brók sem veitir aðhald.  Ef til vill til að þrýsta þjóhnöppunum saman eða til að halda að einhverju öðru sem brókin hylur.

Af fréttinni að dæma voru þessi "nærföld" ætluð til að halda bjórvömbinni inni, en fráleitt er að þetta plagg dugi til að leysa vandann, ef vömbinn er sigin ofan í brók.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband