Elsti íbúi landsins: Rebbi
18.11.2009 | 12:14
Mér hefur lengi legið forvitni á að vita hversu mikið fer af opinberu fé í að styrkja sportveiði á villtum ref. Hætt er við að það samsvari ófáum tonnum af dilkakjöti og sekkjum af æðardún. Því hefur verið haldið fram að tjón bænda af rebba sé gífurlegt, þó engar tölur séu birtar um mat á því. Og þegar rök bænda þrýtur fara þeir að tala um mófugla. Ef mófuglavernd væri aðalmálið, þá ætti með sömu rökum að ríkisstyrkja sportveiðar á smyril, skúm og fálka.
Sannleikurinn er sá að bændur, hvar sem er í heiminum, standa í stríði við hverja þá skepnu sem hirðir eitthvað af bústofni þeirra. Í öðrum löndum stendur stríðið við skógarbirni og úlfa, sama þó þessar tegundir séu í bráðri útrýmingarhættu sums staðar.
Það eru til tryggingafélög sem tryggja menn fyrir tjóni af ýmsum toga. Því geta ekki bændur fengið sér tryggingar vegna meints tjóns af villtum dýrum ? Ég er alveg handviss um að jafnvel þó iðgjöldin yrðu greidd af opinberu fé, yrði það snöggtum ódýrara en að borga bændum og öðrum styrki og verðlaun fyrir sportveiðar. Væri þessi tilhögun tekin upp væri það tjónþolanna að sanna tjón sitt.
Æðarræktendur vilja að ríkið greiði fyrir refaveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.