Tónlistarhöllin: STOPP
20.5.2009 | 17:36
Nú er ég alveg sammála Pétri Blöndal og fleirum. Mér finnst ekki koma til mála að halda áfram byggingu á "Musteri græðginnar" - Tónlistarhöllinni.
Það fer vel á því að þetta bákn standi á komandi árum sem minnisvarði um græðgisæðið og bruðlið og til daglegrar áminningar um það sem varast ber.
Fá mannvirki hafa rækilegar undirstrikað að í landinu búa að minsta kosti tvær þjóðir, allavega hvað lífskjör og allar viðmiðanir varðar. Víst átti þetta að verða glæsileg bygging, en hugsið ykkur: Enn er ekki einusinni búið að koma öllum byggðum landsins í vegasamband, hvað þá meira. Enn er meira að segja Þjóðvegur númer eitt ekki að öllu leyti kominn upp úr forinni. Ástandið á elstu þjóðvegunum með bundnu slitlagi er þannig að þeir eru að þrotum komnir.
Fleiri góð mál sem varða hag alls almennings mætti nefna sem eru margfalt brýnni og örugglega jafn atvinnuskapandi og gott betur en þetta skrímsli í Reykjavík.
Deilt um tónlistarhús á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mín skoðun er sú að það eigi að halda áfram að byggja húsið.
Ég hef mikið hugsað um þetta hús frá því að ég sá fyrstu tölvuteiknuðu myndirnar af því. Vissulega er húsið gríðarlega fallegt á teikningunni, en ég held að bara það að halda þessum gluggum hreinum eigi eftir að kosta gríðarlega fjármuni, fyrir utan hvað glerið kostar. Því held ég að það væri ekki fjarri lagi að ath hvort að það sé hægt að breyta teikningunni og sleppa glerinu, þó ekki væri nema bara að minnka vægi þess í byggingunni.
Í fyrsta lagi held ég að þó svo að það ári jafn illa og það gerir nú, verði það dýrara fyrir okkur að stöðva byggingu hússins núna.
Sjáið hina gríðarlega fallegu byggingu þjóðleikhúsið, það hús er með stillasa utan á sér á ca. 7 ára fresti vegna skemmda sem að mér fróðari menn segja að hefði mátt koma í veg fyrir, ef að bygging þess hefði ekki stöðvast til margra ára. Því erum við enn að bera skaðann af þeim "sparnaðar" aðgerðum.
Hitt er svo að það er búið að gera bindandi samninga við ótal fyrirtæki varðandi byggingu hússins. Stöðvun byggingar myndi hafa í för með sér öll þessi fyrirtæki myndu fara í mál við ríki og borg til þess að fá sinn hlut greiddann til þess eins að forða fyrirtækjum sínum frá gjaldþroti.
Því held ég að það sé ódýrara að halda áfram en að stoppa núna.
Sigurður (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.