Að taka hús í fóstur

Það var eitthvað svo ljúfsárt að sjá og heyra í hugsjónafólkinu sem tók einn af gömlu kofunum í miðbæ Reykjavíkur í fóstur, en voru flæmd burtu af löggunni. Þarna átti að gera góða hluti, rækta kál, gefa rófur og kartöflur, stunda nám og róttækni.

Auðvitað er eignarréttur einskis virði.  Maður sér hús sem ekki er í notkun og flytur inn.  Sama hlýtur að gilda um bílana.  Það eru alls staðar mannlausir bílar og um að gera að vera ekki að kaupa sér bíl, heldur bara taka þann næsta sem er mannlaus.  Svo eru allar verslanir fullar af alls kyns varningi sem enginn er búinn að kaupa.  Eflaust er það vegna þess að enginn vill kaupa.  Bara - fara inn og nýta það sem enginn nýtir.

En af því að nú er einhver hópur hugsjónafólks hins nýja Íslands á götunni í 101, þá langar mig  til að benda á ágætt hús austur á Fáskrúðsfirði sem enginn nýtir.  Farið þangað.  Þar er líka nóg land til að rækta kál.  Svo spillir ekki að stutt er að fara í heimsókn til Alcoa, taka með sér garðávextina og láta þeim rigna yfir ósómann !

Gangi ykkur vel.franski_sp_237.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Það vantar fleira hugsjónarfólk í borgina

Sturla Snorrason, 16.4.2009 kl. 18:38

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það hefur vakið undrun mína að sjá fólk styðja þessa glæpamenn sem settust ólöglega að á Vatnsstígnum. Þar vann lögreglan gott starf með að flæma þennan ólýðræðislega hóp burt. Góður pistill annars

Hilmar Gunnlaugsson, 17.4.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband