Það má sjá þetta frá öðru sjónarhorni

Mér kemur ekkert á óvart þótt SjálfgræðisFLokkurinn fái peninga frá fyrirtækjum og einstaklingum.  Bara eðlilegt, sé haft í huga hvert raunverulegt eðli og innræti er hjá flokksmönnum.  Svipað er það eflaust í öðrum valdablokkum líka.  Það góða í þessu er að nú kemur raunverulegt eðli sérhagsmunaklíkanna í ljós.

Verra þykir mér að "stjórnmálaflokkar" skuli fá framlög af almannafé og vera á fjárlögum ríkisins.  Það ætti að banna með lögum og verður vonandi gert um leið og það verður bannað með lögum að þingmaður geti verið ráðherra samtímis setu á Alþingi.

Látum bara ránfuglana éta þau hræ sem þeir hafa lyst á, en ég frábið mér að þurfa að horfa upp á að hluti af mínu framlagi til samfélagsins fari í gegnum skattkerfið til stjórnmálaflokka, - sama hvað þeir heita.


mbl.is Skeytasendingar á vefsíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Ef stjórnmálaflokkar eru ekki fjármagnaðir af almannafé, þá verða þeir að sækja sitt til fyrirtækja og einstaklinga. Það er ávísun á spillingu. Hins vegar má vel draga úr streyminu til stjórnmálaflokkanna. Það er engin ástæða til þess að verið sé að fjármagna dýrar auglýsingaherferði og launuð störf á skrifstofum flokkanna af almannafé.

Einar Solheim, 10.4.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband