Göng á skökkum stað

Best væri að leggja til hliðar áætlanir um þessi Norðfjarðargöng.  Betri leið er að gera göng frá Eskifirði til Seyðisfjarðar, með afleggjurum til Héraðs og Norðfjarðar.  Vissulega dýrari framkvæmd en Norðfjarðargöng ein og sér, en sú lausn sem dugar.

Það er eins og allir hafi gleymt Vopnfirðingum:  Af hverju er ekki lögð meiri áhersla á að gera göng milli Héraðs og Vopnafjarðar ?  Það mundi tengja Norðausturlandið varanlega við stærsta þéttbýliskjarnan og þjónustumiðju Austurlands, Egilsstaði.  

Með nýjum vegi um Öxi sem kemur á næstu árum verður komi á góð tenging suður til Djúpavogs og Hafnar og Hringvegurinn styttist um 61 km.  Ef nýi vegurinn reynist erfiður á einhverjum smáköflum má gera stutt göng þar síðar meir.

Egilsstaðir og Seyðisfjörður eru tengipunktar Austurlands við umheiminn.  Seyðisfjarðarhöfn og Egilsstaðaflugvöllur eru tollstöðvar og tengingar við útlönd, rétt eins og Keflavíkurflugvöllur er á hinum enda landsins.


mbl.is Setur skilyrði fyrir lagningu Norðfjarðarvegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að þú sért að gleyma því að Fjórðungssjúkrahúsið er staðsett á Neskaupstað. Meðal annars þessvegna þurfum við að fá þessi jarðgöng, ekki seinna en núna! 

Ég hef lent í því að vera veðurteppt uppá Oddsskarði og komin margra-tuga bíla röð. Og svo þegar loksins var að leysast úr flækjunni þá kom sjúkrabíll, og hann var bara heppinn að hafa komist svona fljótt í gegn, ef hann hefði verið korteri fyr á ferðinni og kannski með mikið slasaðann mann innanborðs, (sem betur fer var það ekki staðan þarna) þá er ekki gott að vita hvernig hefði farið fyrir honum.

Helga B (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 18:18

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Kanski er betra að fá göng á vitlausum stað en engin göng, svipað hér fyrir sunnan kanski betra að fá álver á vitlausum stað heldur en ekkert og stórt svæði tekið undir ógeðslegar raflínur út allt Reykjanes, staðin fyrir að stæka þau sem fyrir eru.

Sturla Snorrason, 24.4.2009 kl. 18:19

3 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Reykjanesið er nú næst-afskekktasti hluti landsins, á eftir Árneshreppi.  :-)

Ég meina:  Hvað ber fyrir augu þegar maður fer út úr Hafnarfirði og í vesturátt ?  Raflínur og álver og niðurmölvað hraun svo langt sem augað eygir.

Er ekki bara best að hafa allar vélarnar í vélarrúminu ?   Hehe

Þórhallur Pálsson, 24.4.2009 kl. 18:36

4 Smámynd: Agnar Bóasson

Þú talar alveg í hringi, til hvers þarf göng til Seyðisfjarðar en svo á að fara að eyða í veg yfir Öxi veg sem í mörg hundruð metra hæð.

Agnar Bóasson, 24.4.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband