Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Öldruðum safnað í blokkir. Svei !

Auðmenn eða ekki auðmenn.  Alltaf þegar ég sé eða heyri um það að byggðar séu blokkir fyrir gamalt fólk, þá fer hrollur um mig.  Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að byggja húsnæði fyrir gamalt fólk á einni hæð, þannig að íbúarnir eigi þess kost að finna þó ekki væri nema örfáir fermetrar af grasi undir iljum sínum utan við húsdyrnar ?  Ég hef sjálfur horft upp á hreinan harmleik gamalla hjóna sem fluttu úr sveitinni í blokk.  Þau höfðu ekki haft annað ónæði um ævina en að heyra spóann vella á vorin.  En nú urðu þau svefnlaus af umgangi ókunnugs fólks og umferð af ýmsu tagi.

Það er nóg landrými bæði á Húsavík og annars staðar á landinu til að byggja hverfi smærri húsa, raðhúsa eða parhúsa fyrir fólk sem flest hefur eytt ævinni á jarðhæð eða í mesta lagi á 2. hæð.  Mig grunar að það sé ekki velferð íbúanna sem ræður þessari blokkadellu, heldur hagræðing fyrir þá sem eiga að sinna gamla fólkinu.


mbl.is Þjónustuíbúðir verði auðmannafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband