Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Afturhaldsmaðurinn Jón Bjarnason

Kæri Jón !

Það getur meira en satt verið að það sé ekki tímabært að vera umsækjandi um EB-aðild einmitt núna.  En þú veist vel, rétt eins og ég, að það er enginn vafi á því að Ísland verður aðili að Evrópusambandinu, fyrr eða síðar.  Ástæðan er einfaldlega sú, að við sem búum hér, ætlum Íslandi að verða nútímalegt velferðarríki, í nánu samstarfi við umheiminn og okkar nánustu viðskiptaþjóðir og í góðum tengslum við þann hluta heimsins sem er okkur líkastur í menningu og hugsunarháttum.

Við hverfum ekki til baka 40 ár, eins og mér finnst vera draumur margra þinna flokksbræðra.  Einangruð frá umheiminum, í samfélagi þar sem frumvinnslugreinarnar hirðingjabúskapur eru í forgangi, rétt eins og í þróunarlöndunum svokölluðu. 

Evrópusambandið og aðild að því mun gerbreyta valdahlutföllum á Íslandi.  Í stað þeirrar "nýlendustefnu" sem hefur viðgengist hér innanlands munu einstök svæði landsins geta leitað samstarfs og fjármuna nánast hvert sem er innan Evrópu.  Ekki bara til Reykjavíkur.  Það mun draga úr völdum ríkisvaldsins hér innanlands, og það er vel.  


mbl.is ESB-umsóknin þungbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf áminning

Ég gleðst í hvert skipti sem ég heyri um að blásið er til sóknar gegn einelti.  Þessum skugga sem fylgir mörgum langt fram eftir ævi - og jafnvel ævilangt.  Það eru svo margir einstaklingar sem bera þess sár að hafa þolað þá niðurlægingu að vera meira eða minna útskúfað úr félagsskap skólafélaga sinna.  Margir sem þurftu að þola einelti tóku þátt í því sjálfir líka, til að reyna að kaupa sjálfum sér frið eða hylli félaganna.

Sjálfur á ég minningar um óttann, sorgina og vonbrigðin sem þessu fylgdu.  Sjálfur mátti ég horfa upp á aðfarir gegn öðrum sem ekki er segjandi frá, þar sem ég þorði ekki annað en að láta sem ekkert væri, til að dragast ekki inn í það sem ég óttaðist mest.  Grimmdin, miskunnarleysið og skeytingarleysið gagnvart öllu sem viðkomandi var mest virði gat verið ólýsanleg.  Sumir brotnuðu, meðan aðrir brynjuðu sig með skel hörkunnar.  Í báðum tilfellum var afleiðingin félagsleg einangrun.


mbl.is Átaki gegn einelti hrint úr vör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er komið nóg

Það er óhæfa ef ríkisstjórnin ætlar að hunsa vilja Alþingis og þar með lýðræðið í landinu með því að koma eina ferðina enn með þetta mál þangað inn.  Við viljum þetta ekki og þar við á að sitja.
mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband