Drekasvæði og samfélagsuppbygging

Það er alveg rétt sem bent hefur verið á, að hvorki álver og virkjun né drekasvæðisævintýri sé sjálfkrafa ávísun á samfélagsuppbyggingu.  Sé þessu snúið við, þá er líka ljóst að samfélagsuppbygging verður ekki til án þess að framleiðsla og efnisleg verðmætasköpun sé með í myndinni.

Stærsti óvinur allra byggða utan Faxaflóasvæðisins er skortur á fjölbreytni í atvinnulífi og menntunarstig, ásamt misgóðum samgöngum.  Því fer fjarri að aðstæður frá náttúrunnar hendi hamli uppbyggingu sjálfbærra og þróttmikilla samfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Það er vítahringur fámennis, lágs menntunarstigs, lélegrar þjónustu og ekki síst:  Veikrar sjálfsímyndar.  

Það sem vantaði á Austurlandi var ekki bara álver og stór virkjun.  Það vantaði allt hitt líka.  Betri samgöngur, meiri þjónusta á öllum sviðum, mennta- og rannsóknarstarfsemi o.s.frv.  Ef þú biður kokkinn um að sjóða súpu fyrir 100 manns í stað 10, þá er ekki nóg fyrir hann að fá bara eitt af hráefnunum: Nei, kokkurinn þarf að fá meira af öllu því sem þarf í súpuna. En einkum og sér í lagi þurfa þeim sem fá súpuna á diskinn að þykja hún góð.

Norðausturland er í dag afskipt í samgöngum. Miklar fjarlægðir milli fámennra staða.  Enn er ekki búið að  ljúka við veginn yfir Melrakkasléttu.  Enn er ekki búið að gera jarðgöng milli Vopnafjarðar og Héraðs.  Enn er ekki kominn heilsársvegur um Öxi, hvorki á yfirborðinu eða um jarðgöng.  Norðausturland er landsvæði mikilla tækifæra og ekki er vafi á því að þess tími kemur.  Það er hins vegar hæpið að ætla að öll litlu byggðarlögin á þessu víðfeðma svæði muni lifa til frambúðar.  Jafnvel þótt olíuhreinsunarstöð eða þjónusta við olíuiðnað komi til.  Fólk sest einfaldlega helst að þar sem fjölbreytt þjónusta er fyrir hendi.  Vel kann að vera að Húsavík muni dafna í framtíðinni og að þar verði samfélag með nægu framboði af atvinnu fyrir konur og karla og lokkar heim unga og vel menntaða fólkið sem núna sest að annars staðar.  Það sem helst vinnur gegn því er nálægðin við Akureyri, sem hefur feikna forskot í samkeppninni um fólk.  Á Austurlandi er enginn stór byggðakjarni, en sá stærsti og sá sem í dag býður upp á mesta fjölbreytni í atvinnulífi á e.t.v. möguleika, vegna landfræðilegrar legu og annarra aðstæðna sem unnt er að styrkja.


mbl.is Íbúum fjölgi með olíunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég þakka þér góðann pistil Þórhallur.

  • Ég nefndi þessar veiðar vegna þess að það er sú atvinnugrein sem íbúar á þessu svæði eru sérfræðingar í og geta gert ýmislegt betur ef þeir eru lausir við miðstýringuna að sunnan býst ég við.
  • Einnig að strandsiglingum verði haldið uppi kringum landið. 
  • Þá er hugsanlegt að aðrar atvinnugreinar geti byggst upp í skjólu gömlu greinanna. Einnig hugsanlegt að fólk geti lifað góðu lífi með reisn á þarna á horninu og boðið boðið olíuiðnaðin velkominn ef hann vil koma í fyllingu tímans. Með þá ýmsum umhverfisreglum sem þá verða í gildi.  

Kristbjörn Árnason, 3.5.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband