Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Algerlega ósammála
5.6.2010 | 17:37
Því skyldum við kjósa framkvæmdavald beinni kosningu og Alþingi í annari ?
Það á að koma því þannig fyrir að alþingismenn séu ekki kjörgengir til ráðherraembætta. Alþingi á að ráða ráðherrana til starfa sem sína þjóna, sem fara með framkvæmdavaldið á þann hátt sem þingið ákveður með lögum og öðrum fyrirmælum. Það þarf að takmarka vald ráðherranna verulega, m.a. vald til setningar reglugerða.
Forsetinn er síðan "umboðsmaður stjórnarskrárinnar" og þeirra grundvallarreglna sem hún setur
![]() |
Gagnrýndi stjórnvöld harðlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvenær læra blaðamenn stafsetningu ?
4.6.2010 | 11:21
Hyllir undir meirihluta.... skrifar auminga maðurinn.
Veit hann ekki muninn á því að hylla einhvern eða eitthvað eða að það hilli undir eitthvað ?
Ég vona að það HILLI undir að maður hnjóti ekki stöðugt um aulaambögur á mbl.is
![]() |
Hillir undir meirihluta í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)