Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Manni ógnað með "exi"
28.9.2009 | 10:58
Ógnaði öryggisverði með exi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn verið að kenna Kárahnjúkavirkjun um
26.9.2009 | 17:55
Furðulegur málflutningur !
Ef málið er skoðað, þá var virkjunin og álverið á Reyðarfirði byggt fyrir erlent fé, unnið að mestu af erlendum starfsmönnum og aðföngin að langmestu leyti erlendis frá. Þensluáhrifin voru því tæpast meiri en ef t.d. íslenskur verktaki hefði verið að byggja þessi sömu mannvirki í öðru landi og notað þarlent fjármagn, vinnuafl og aðföng.
Hver skyldi heildar fjárfesting í atvinnu- og íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma kostað í samanburði við þessa einu virkjun? Þar var vissulega mikið af erlendu vinnuafli, en samfélagslegu áhrifin voru mun meiri.
Stjórnvöld héldu einfaldlega uppi alrangri peningastefnu. Auðvitað átti að láta gengið síga og hækka skatta strax árið 2005 og bremsa bóluna sem var í uppsiglingu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hagkerfi fer inn í svona spíral, eins og gerðist hér. Hvar voru fræðingarnir og pólitíkusarnir ? Er það ekki nægjanlegt hættumerki þegar viðskiptahallinn við útlönd nemur tugum eða hundruðum milljarða á ári hverju ?
Það eru Sjálfstæðismenn sem bera höfuðábyrgð á því hvernig fór. Sjálfstæðismenn í fleiri flokkum en Sjálfstæðisflokknum. Það er komið berlega í ljós hvílíkt öfugmæli nafn þessa illræmda flokks. Hann þarf að einangra í pólitík um ókomin ár. Eflaust ekki hægt að uppræta hann eins og illgresi í garði, en það verður að halda þessum græðgis- og eyðingaröflum í skefjum. Þessu fólki sem lítur á samfélagið sem veiðilendur, þar sem enginn kvóti gildir.
Hvers vegna? Hvað svo? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hættið þessu bara
26.9.2009 | 14:41
Er ekki bara best í stöðunni að láta þetta liggja eins og það er ? Þá verður tryggingarinnistæðu-sjóðurinn gjaldþrota á næstunni og kröfuhafar verða að sækja sín mál fyrir dómstólum á Íslandi. Það er væntanlega eina leiðin til að komast að því hvort okkur beri lagaleg skylda til að leggjast undir drápsfargið.
Sagt var að til að taka erlend lán þyrfti maður að hafa tekjur í erlendri mynt. Hversu stór hluti tekna ríkissjóðs er í erlendri mynt ? Hvernig hugsa menn sér að ríkið borgi niður hundraða milljarða erlendar skuldir og hafi um leið skaplegt lánshæfismat ? Ég skil það ekki og ég held að ég sé ekki einn um það.
Ekki séð fyrir enda Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)