Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Stolin hugmynd

Þetta var nú bara svona í meðallagi frumlegt.  Þegar sveitarstjórinn á Djúpavogi var bæjarstjóri á Egilsstöðum var framinn listagerningur á bæjarstjóralimúsínunni (gamalli Mözdu) og henni pakkað vel og vandlega í rautt plast. Því miður á ég ekki mynd af þeim frábæra gerningi, en ef einhver gamall vinnufélagi á mynd, þá er hér með lýst eftir henni.

Ég er ekki í vafa um hvaðan hugmyndin að þessum Djúpavogsgerningi núna er komin Smile


mbl.is Djarfur hrekkjalómur á Djúpavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahérna !

Á nú að fara að forða slysi ?

Ég hélt að flestir reyndu að forðast slys og forða einhverjum eða einhverju frá slysi.  En að forða slysi hlýtur að þýða það sama og að tryggja það að slysið verði.

Hvernig er þetta með blaðamenn Moggans ?  Hefur fólkið aldrei verið í skóla ?


mbl.is Vilja forða slysi við lagasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efalaust tónlistarséní

...en ég skildi aldrei þessa músík hjá kappanum - og því síður alla hans rykki og skrykki, nema þá helst hreðjatakið, en hann fann það samt ekki upp.  Hitt er umhugsunarefni á þessum s.o.v. tímum að þarna sannaðist það að margur verður af aurum api.  Varla hefur heldur nokkurt mannsbarn gengið lengra í því að breyta útliti sínu og með jafn hörmulegum afleiðingum. Frekar snotur þeldökkur maður endaði sem ek. sambland af skrímsli og hryggðarmynd.  Riddarinn sjónumhryggi.

...e.t.v. eitthvað sem gæti verið áhugavert fyrir væntanlegt setur á Bíldudal ???


mbl.is Fjölskylda Jacksons „reið og sár"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kýr - um kú - frá kú - til kýr

.... "David Blunkett meiddist er kú réðist á hann"

Ég velti fyrir mér hvort blaðamenn hafi aldrei verið í skóla.  Oft ofbjóða mér  ritvillurnar í fréttunum á mbl.is.

Hvernig væri nú að æfa fallbeygingarnar ?


mbl.is Þingmaður varð fyrir kú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband