Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Gott mál, þannig séð
25.3.2009 | 14:56
Þetta með göng undir Fjarðarheiði er svo gott mál að það er ekki hægt annað en að taka jákvætt undir það. Samt get ég ekki að því gert að velta því fyrir mér hvar þetta mál fellur inn í stærra samhengi.
Það sem vantar er framtíðarsýn eða stefnumörkun um þróun byggðar og samfélags á Austurlandi. Ef sú stefna hljóðar upp á að landshlutinn styrkist í heild sinni og að hér verði eðlileg fólksfjölgun og stöðugleiki í samfélaginu - og jafnvel batnandi hagur til framtíðar, þá þarf margt að koma til. Eitt af því eru bættar samgöngur.
Sterkt samfélag þarf mörgu að halda samtímis. Traustum atvinnufyrirtækjum og fjölbreyttu atvinnulífi, góðum samgöngum, góðu menntakerfi, góðri opinberri þjónustu o.s.frv. Það er ekki nóg að byggja álver og virkjun og halda síðan að allt annað komi að sjálfu sér. Það er eins og að halda að það sé nóg að kaupa vélina þegar á að byggja skip. Margt fleira þarf að koma til.
Lengi hafa verið uppi áform um jarðgangagerð á Austurlandi og aðrar vegabætur. Má þar nefna hreyfinguna sem kennir sig við Samgöng. Fleiri en ein hugmynd hefur komið fram. Ein þeirra er sú að gera jarðgöng milli Eskifjarðar og Seyðisfjarðar, með hliðtengingum til Héraðs og Norðfjarðar. Sú hugmynd er stórhuga, en mundi í raun koma samgöngum milli byggða á Austurlandi í verulega gott horf.
En aðeins til baka: Ef markmiðið er að leggja nokkra tugi milljarða í jarðgangagerð á Austurlandi, sem lið í að styrkja byggð og samfélag, þá þarf einnig að leggja annað eins í peningum talið í skóla, rannsóknnar- og vísindastofnanir, opinbera þjónustu, heilsugæslu o.s.frv. o.s.frv. Það þarf að vera liður í heildaráætlun. Að setja fé í einn þeirra þátta sem styður slíkt markmið og sleppa öðrum er eins og að biðja kokkinn á veitingastað um að elda fyrir 100 manns í stað 10, en láta hann bara hafa fá meira af kartöflum, en sleppa öllu hinu.
Ég get ekki heldur varist því að hugsa til vegakerfisins eins og það er: Enn er Austurland ekki í vegasambandi við aðra landshluta á óslitnu bundnu slitlagi. Enn eru moldarvegarkaflar bæði til norðurs og suðurs. Að auki er talsvert um vegi með bundnu slitlagi sem eru nánast ónýtir vegna missigs, krappra beygja og annars sem ekki beint til þess fallið að auka umferðaröryggi.
Ef til vill er hægt að lyfta grettistaki í því að efla byggð og mannlíf á Austurlandi fyrir ca 15 milljarða (ágiskað verð Seyðisfjarðarganga), ef þeim fjármunum er varið í alla þá þætti sem gleymdist að styrkja samhliða álverinu á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun. Það gæti t.d. komið til greina að einbeita sér að því að byggja upp þá atvinnustarfsemi sem laðar til sín fólk með góða menntun, - og ekki síst konur með góða menntun. Staðreyndin er sú að unga fólkið okkar fer að heiman og menntar sig og sest síðan að þar sem störf við hæfi er að finna. Og þá kemur Austurland því miður of oft aftarlega í röðinni.
Ég skal ekki mæla gegn tillögu um göng milli Seyðisfjarðar og Héraðs. Það er hið besta mál út af fyrir sig, en ég lýsi eftir stærra samhengi.
Vilja jarðgöng undir Fjarðarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sjúklegt...
22.3.2009 | 23:41
Ákveðin krafa um endurnýjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tilrauninni minni að ljúka
12.3.2009 | 23:07
Frá 21. febrúar sl. hefur hangið uppi fyrsta ljósmyndasýningin mín. Ekki beint í bakgarðinum mínum, heldur á hinum enda landsins, í Saltfisksetrinu í Grindavík. Það var vel mætt á opnunina og gaman að hitta ykkur öll sem lögðuð á ykkur að koma, þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta. Nú er að renna upp síðasta sýningarhelgin, því á mánudaginn kemur (16. mars) fer ég og tek niður.
Annars gengur lífið sinn vanagang, alltaf eitthvað að gera og planleggja. Nú fer að styttast í vorið og vorannirnar, sem m.a. felast í því að gera "fjallabílinn" kláran fyrir sumarið og hálendið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)