Segir sitt um menningarstig þjóðar
8.12.2009 | 19:50
Kanarnir halda áfram að fínslípa aðferðir við að drepa fólk. Gasklefar, rafstuð, eitraðar lyfjagjafir og fleira hefur verið reynt.
Ég hef aðeins eina skoðun á þessu öllu: Dauðarefsing er siðleysi eða siðferðileg uppgjöf sem með engu móti er hægt að réttlæta í upplýstu menningarsamfélagi, sama hver málsatvik eru. Þjóðir sem enn halda sig við þá frumstæðu villimennsku að taka fólk af lífi eftir opinberan dóm verðskulda ekki að teljast menningarþjóðir. Þá gildir einu hvort það eru Bandaríkin, Rússland, Kína eða arabalöndin. Frumskylda hvers samfélags er að stuðla að velferð þegnanna, burtséð frá stöðu þeirra. Vernda þá fyrir áföllum og slysum. Enda er kostað miklu til að hindra slys og hamfarir og bjarga mannslífum ef svo ber undir.
Ég vil ganga lengra, í tilefni af því að ýmis lönd eru nú að senda þúsundir manna í stríð í fjarlægum heimshluta. Það er mannréttindabrot að skylda fólk til þess að bera vopn gegn öðru fólki, í nafni einhvers lands eða þjóðar. Herskylda er mannréttindabrot. Það breytist stöðugt í áranna rás hverjir eru fjendur og hverjir vinir í heimi hér. Hinn "heilagi málstaður" sem eitt sinn var hafður sem átylla herkvaðningar er áður en varir orðinn úreltur, gleymdur - og jafnvel hlægilegur.
Ég man ekki eftir hverjum það var haft, en ég heyrði einu sinni tilvitnun sem ég man vel:
"Ekkert land og engin þjóð er þess virði að fórna lífinu fyrir."
Ný aðferð við aftökur í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
mér finst reyndar bara eitt slæmt við aftökur. þær eru óafturkræfar! Enn þar fyrir utan þá er ég ekki á móti þeim. Við eigum td nokkra hér á landi sem mætti vel lóga. sílspikaða bankasjóra föllnu bankana mætti td aflífa í fyrstu umferð!
óli (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 20:01
Sammála því að aftökur segja mikið um siðmenningu ríkis. Það er vel hægt að taka menn úr umferð og loka inni ævilangt. Engin ástæða til að drepa menn, þó þeir hafi gert það sjálfir.
Ég er því ósammála "óla" að ofan að það megi drepa einhverja einstaklinga á Íslandi og minni á að atburðarrásir byrja í orðunum.
Ólafur Þórðarson, 8.12.2009 kl. 21:31
Að liggja í 2 tíma á borði með fólk að pota nálum í þig til að reyna að drepa þig á "humain" hátt flokkast nú sem píntingar í mínum bókum. Ef það ætti á annað borð að drepa mig hefði ég beðið um að vera bara skotinn í hausinn eftir þetta.
Garðar Þórisson, 8.12.2009 kl. 23:37
Á meðan veitt eru friðarverðlaun fyrir að heyja stríð og drepa fólk með skipulögðum hætti er varla von á að þetta breytist mikið, eða hvað....?
Ómar Bjarki Smárason, 13.12.2009 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.