Enn verið að kenna Kárahnjúkavirkjun um

Furðulegur málflutningur !

Ef málið er skoðað, þá var virkjunin og álverið á Reyðarfirði byggt fyrir erlent fé, unnið að mestu af erlendum starfsmönnum og aðföngin að langmestu leyti erlendis frá.  Þensluáhrifin voru því tæpast meiri en ef t.d. íslenskur verktaki hefði verið að byggja þessi sömu mannvirki í öðru landi og notað þarlent fjármagn, vinnuafl og aðföng.

Hver skyldi heildar fjárfesting í atvinnu- og íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma kostað í samanburði við þessa einu virkjun?  Þar var vissulega mikið af erlendu vinnuafli, en samfélagslegu áhrifin voru mun meiri.  

Stjórnvöld héldu einfaldlega uppi alrangri peningastefnu.  Auðvitað átti að láta gengið síga og hækka skatta strax árið 2005 og bremsa bóluna sem var í uppsiglingu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hagkerfi fer inn í svona spíral, eins og gerðist hér.  Hvar voru fræðingarnir og pólitíkusarnir ? Er það ekki nægjanlegt hættumerki þegar viðskiptahallinn við útlönd nemur tugum eða hundruðum milljarða á ári hverju ?

Það eru Sjálfstæðismenn sem bera höfuðábyrgð á því hvernig fór.  Sjálfstæðismenn í fleiri flokkum en Sjálfstæðisflokknum.  Það er komið berlega í ljós hvílíkt öfugmæli nafn þessa illræmda flokks.  Hann þarf að einangra í pólitík um ókomin ár.  Eflaust ekki hægt að uppræta hann eins og illgresi í garði, en það verður að halda þessum græðgis- og eyðingaröflum í skefjum.  Þessu fólki sem lítur á samfélagið sem veiðilendur, þar sem enginn kvóti gildir.


mbl.is Hvers vegna? Hvað svo?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi framkvæmd olli gríðarlegri þenslu og hafði áhrif á hækkun gengi krónunnar. Það hafði keðjuáhrif sem gekk gegnum allt hagkerfið. Við þessu var varað opg spáð harðri lendingu. Sjálfsagt bjóst enginn við jafnharðri lendingu og raunin varð á en þar skiptir auðvitað mislukkuð einkavæðing bankanna einnig töluverðu.

Þensluáhrif Kárahnjúkavirkjunar greiddi götu braskara meðan hágengið var við líði. Allt hagkerfið var meira og minna fjármagnað af lánum sem kallaði á stöðuga endurfjármögnun. Í lánsfjárkreppunni féll fyrsti dómínósteinninn....

Þetta má nefna kennslustund fyrir byrjendur í hagfræði, hinum döpru vísindum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.9.2009 kl. 18:16

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mer er það vel minnisstæt að ég las viðtal við Hagfræðing og sjálfstæðismann í Dv og átti þetta viðtal sér stað- áður en Ísland hrundi. Þar sagði þessi hafgræðingur að hann hafi farið á fund Geirs H Harde og krafist skýringa á því hvernig hann ætlaði vinna sig úr því framkvæmd kárahnúkavirkjun og vildi meina að þessi framkvæmd hafi verið tíma sett á röngum tíma.

Ef ég man rétt fékk hagfræðingur þau svar að Geir hafi sagt... afhverju villt þú tala við mig fyrst ég vil ekki tala við þig.

Sem sagt Geir svaraði þessum manni með kuldalegum hroka.

umræddur hagfræðingur bendi á þá þumalputtareglu að á góðæristímabilum fer ekki ríkið í framkvæmdir og lætur það bíða þegar illa árar. Þessi þumalputtaregla var brotin og fæ ég ekki betur séð en að orsök hennar hafi komið síðar í ljós. Of mikil þennsla átti sér stað með þeim afleiðingum að bankakerfið hrundi.

Brynjar Jóhannsson, 26.9.2009 kl. 18:42

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Kannski var það EES samningurinn sem er höfuðástæðan fyrir hruninu og þar með nýfengið frjálsræði í viðskiptum og peningamálum sem ákveðnir einstaklingar kunnu ekki nógu vel með að fara. Síðan regluverkið í kringum þetta allt saman ekki nógu sterkt, kannski vegna þess að EES regluverkið var því íslenska yfirsterkara og Alþingi hafði ekki afl eða þekkingu til að laga það sem þurfti að laga. Og kannski samræmdist það ekki regluverki EES að setja lög eða reglur á regluverk EES og ESB?

Er ekki rétt að fara almennilega ofan í saumana á þessu öllu saman áður en við sökkvum okkur dýpra inn ESB og tínum okkur þar?

Og ástæða hrunsins er náttúrlega sú að ákveðnir einstaklingar spiluðu of djarft og voru einfaldlega og vægt til orða tekið ekki heiðarleigir......

Ómar Bjarki Smárason, 26.9.2009 kl. 21:25

4 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Orsök hrunsins voru fyrst og fremst kolröng peningastefna Seðlabankans og aðgerðaleysi hans í bólunni. Kárahnjúkar eru bara agn í þessari keðju atburða.

Tek heilshugar undir með þér hér, Þórhallur. 

Sigurjón Sveinsson, 27.9.2009 kl. 01:03

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þegar árið 2007 heyrði ég Helga Hjörvar segja það á fundi að sennilega færi skattalækkanir ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árin 2003 til 2007 í hagfræðibækur, sem eihverjar heimskulegast tímasettu skattalækkanir sögunnar. Þetta var löngu áður en óveðursský bankahrunsins fóru að hrannast upp.

Ég held að góðar líkur séu á að þetta gangi eftir.

Það er ekki eins og sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafi ekki verið varaðir við þessu. Þingmenn Samfylkingarinnar komu margoft upp í ræðustól á Alþingi og vöruðu við skattalækkunum á þessum tíma og töldu betra að spila þeim út þegar hagkerfið færi að kólna aftur. Fyrir vikið voru þeir mikið gagnrýndir og ranglega borið á brýn fyrir að vera á móti skattalækkunum.

Ég held að menn hefðu betur hlustað á þá á sínum tíma.  Ef beðið hefði verið með þessar skattalækkanir þá hefði þennslan orðið minni en ella og skulda- eða eignarstaða ríkisins verið betri þegar hrunið kom auk þess, sem almenningur stæði ekki frammi fyrir eins miklum skattahækkunum eins og óhjákvæmilegt er að framkvæma í dag.

Sigurður M Grétarsson, 27.9.2009 kl. 06:13

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Mosi.  Hvernig er hægt að tala um þensluáhrif af Kárahnjúkum þegar það verk kostaði samtals um 400 milljarða á sama tíma og skuldasöfnun vegna gandreiðar fjármálasnillinga í Reykjavík voru 1.400 milljarðar.   200 milljarðar komu erlendis frá í álverið og kemur því þenslu ekkert við.  Hvernig gætir þú skýrt það öðruvísi og þá einnig í sömu andránni,  hvernig 1.400 milljarðar hefðu þá engin þenslu hvetjandi áhrif??

Sigurður M.  Fyrst þeir voru svona snjallir hjá Samfylkingunni.  Hvers vegna sagði þá Björgvin G Sigurðsson, þá viðskiptaráðherra, að allt væri í stakasta lagi hjá þessum einstaklingum sem nú hafa orðið uppvísir um að hafa farið heldur betur offari í allri fjárfestingu??  

Var hann að segja ósatt, eða var hann svona bláeygur að hann hafði ekki hugmynd um hvað vara að gerast í kringum hann?? 

Benedikt V. Warén, 30.9.2009 kl. 17:13

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Til að hnykkja rétt á því, sem er óljóst hjá mér hér að ofan.  Kárahnjúkar og álver voru samtals verðmetin á um 400 milljarða.

Benedikt V. Warén, 30.9.2009 kl. 17:15

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Benedikt: Voru þetta ekki sameiginleg áhrif rétt eins og þekkist í burðarþoli? Þegar t.d. mannvirki hristist vegna jarðskjálfta og hittir á tíðnisvið sitt, þá hrynur byggingin. Hægt er að ímynda sér öldur sem koma saman. Þá rísa þær hærra og verða hættulegri.

Með Kárahnjúkavirkjuninni kom gríðarlegt flæði inn í landið. Það auðveldaði umsvif athafnamannanna mjög mikið. Þeir breyttu bönkunum í ræningjabæli, tóku gríðarleg erlend lán meðan hágengi krónunnar var. Þetta hafði því víxlverkun sem magnaði mjög þá harkalegu lendingu sem hagfræðingar spáðu alltaf.

Samanburður á tveim fjárhæðum verður því nokkuð erfiður enda mjög afstæður þegar betur er að gáð.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2009 kl. 11:21

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Guðjón.  Þú virðist geta fullyrt um "gríðarlega þenslu" því ætti þér að vera það auðvelt að skýra út hvers vegna 133 milljarðar  í Kárahnjúkavirkjun hefur meiri þensluhvetjandi áhrif en 1.400 milljarðar sem fóru í að búa til óarðbæra steypuhallir í Reykjavík. 

(Sjá mbl.is: ".......Heildarkostnaður Kárahnjúkavirkjunar er metin á um 133 milljarða króna að loknum framkvæmdum. Það er um 7% meira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir......")

200 milljarðarnir sem fóru til byggingar álversins koma erlendis frá og megnið af starfsmönnunum einnig, vegna þess að ekki fengust Íslendingar til að vinna þau verk, vegna þenslunnar í Reykjavík.  Þeir peningar geta því varla talist með þenslu, né verkamennirnir sem hurfi til sinna heima að loknu verki.  Ekki þurfti að setja þá á atvinnuleysisbætur, þeir voru ráðnir tímabundiðn, né finna þeim önnur verkefni.

Það hentaði hins vegar málpípum bankakerfisins að kenna Kárahnjúkavirkjun um þensluna til að klóra yfir eigin skít, sem öllum ætti nú að vera ljóst að var talsverður.

Þú segir að samanburður "verður því nokkuð erfiður" þegar kemur að rökstyðja það sem þú skrifar, en fram að þessu hefur þér reynst auðvelt að fullyrða um þessi mál, eins og kemur fram í færslu þinni nr.1. 

Ég vil ekki trúa ég því, að þú sért viljandi að fara með rangt mál.

Benedikt V. Warén, 2.10.2009 kl. 22:58

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvort kom á undan eggið eða hænan? Um það má lengi karpa. 

Hagfræðingar vöruðu við þenslu vegna þessarra rúmlega 100 milljarða. Síðan bætast þessar 14 X hærri fjárhæð við. Það er staðreynd málsins. Varð þá skellurinn 15 sinnum meiri en ella hefði orðið?

Eigum við ekki að láta sérfræðinga hinna döpru vísinda túlka þetta?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.10.2009 kl. 11:48

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Guðjón, þetta var aumt svar eftir talsverða yfirlegu.  Getur þú ekki gert betur en þetta, eftir það sem þú hefur áður bloggað umþessi mál? 

Er það sem mig grunar,  innistæðan var minni en efni stóðu til í málflutningi þínum.

Benedikt V. Warén, 6.10.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband