Undarlegt mál
1.8.2009 | 22:07
Í venjulegu árferði er eflaust eðlilegt að hafa trúnað um eigna- lána- og skuldastöðu einstakra fyrirtækja af samkeppnisástæðum. En nú horfir öðruvísi við: Skýrslan er þegar öllum aðgengileg og hver sem er getur komist yfir hana, hvernig sem hún lak út á veraldarvefinn. Það er heldur ekkert venjulegt árferði í landinu núna.
Það er því all merkilegt að fjölmiðlum sé óheimilt að fjalla um hana, þ.e. einum fjölmiðli, nefnilega RÚV.
Það er deginum ljósara að athafnir stjórnenda bankanna allt árið 2008 og trúlega lengur hafa ekki verið til þess fallnar að öllu leyti að verja hagsmuni bankanna sjálfra. Ella hefðu þeir varla fallið hver af öðrum eins og spilaborgir. Það hefur verið gefið í skyn hvað eftir annað að bankarnir hafi verið notaðir til að koma fjármunum ýmissa aðila, tengdra og ótengdra, út úr íslensku fjármálakerfi, til síðari nota. Hvað hæft er í því á eftir að koma í ljós. Stóru orðin bíða því enn um sinn og er það miður. Kannski á eitthvað eftir að koma í ljós við persónuleg gjaldþrotaskipti eins eigenda Landsbankans, sem gæti kastað ljósi á atburðarásina. Hver veit ?
Kaupþing fékk lögbann á RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.