Öldruðum safnað í blokkir. Svei !

Auðmenn eða ekki auðmenn.  Alltaf þegar ég sé eða heyri um það að byggðar séu blokkir fyrir gamalt fólk, þá fer hrollur um mig.  Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að byggja húsnæði fyrir gamalt fólk á einni hæð, þannig að íbúarnir eigi þess kost að finna þó ekki væri nema örfáir fermetrar af grasi undir iljum sínum utan við húsdyrnar ?  Ég hef sjálfur horft upp á hreinan harmleik gamalla hjóna sem fluttu úr sveitinni í blokk.  Þau höfðu ekki haft annað ónæði um ævina en að heyra spóann vella á vorin.  En nú urðu þau svefnlaus af umgangi ókunnugs fólks og umferð af ýmsu tagi.

Það er nóg landrými bæði á Húsavík og annars staðar á landinu til að byggja hverfi smærri húsa, raðhúsa eða parhúsa fyrir fólk sem flest hefur eytt ævinni á jarðhæð eða í mesta lagi á 2. hæð.  Mig grunar að það sé ekki velferð íbúanna sem ræður þessari blokkadellu, heldur hagræðing fyrir þá sem eiga að sinna gamla fólkinu.


mbl.is Þjónustuíbúðir verði auðmannafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvers vegna í ósköpunum er ekki hafist handa við að nýta eitthvað af reisulegu heimavistarskólunum sem standa auðir út um allt land? Drjúgur hluti þessa húsnæðis sem er í eigu ríkisins og rekið á kostnað sveitarfélaganna er að grotna niður vegna skorts á viðhaldi og víða er svo komið að viða þarf að bregðast hratt ef ekki á illa að fara. Upphitunarkostnaður og fasteignagjöld er dauður kostnaður og í fáum orðum sagt er þetta vandamál og þjáning sveitarfélaganna.

Hér í Reykjavík býr fjöldi aldraðs fólks sem hingað flutti úr sveit eða dreifbýisþorpum og þráir að komast á gras í ellinni. Fullyrða má að nokkur hluti þessa fólks gæti auðveldlega unnið mikinn hluta þeirra starfa sem til falla á svona stofnun. Ég segi stofnun því þetta mætti gjarnan reka sem nokkurs konar sjálfseignarstofnun þar sem vistmenn myndu sjá um innkaup og rekstur með einhverri aðstoð viðkomandi sveitarfélags eftir þörfum hverju sinni. Ég nefni til dæmis glæsibygginguna Heimavistarskólann á Laugarbakka í Miðfirði sem er við þjóðveg 1. Þar er heitt vatn, íþróttasalur ásamt því að sundlaug er í örskotsfjarlægð og verslun á staðnum. Skólinn stendur á bakka fagurrar laxveiðiár-Miðfjarðarár og víðerni húnvetnskrar náttúru umvefur staðinn. 

Árni Gunnarsson, 24.7.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband