Allt er afstætt
18.5.2009 | 12:58
Það er alveg magnað hvað fjölmiðlar okkar eru takmarkaðir við suður- og suðvesturlandið. Nú linnir ekki fréttum af góða veðrinu, en ekkert var sagt frá blíðunni sem var um allt norðan- og austanvert landið, - alveg þangað til fyrir þremur dögum síðan. Þá var hér sól og blíða. Nú er kuldi, þokuruðningur og súld hérna megin. Það er svo kalt í dag að maður fer ekki út án þess að fara í vetrarfötin.
Ef kólnar örlítið meira fer að snjóa í fjöll á nýjan leik.
En ég samgleðst ykkur sunnanmönum fyrir þessa daga, en vona samt að rokið og rigningin komi til ykkar sem fyrst, því þá er sumar og blíða hérna hjá okkur
![]() |
Útlitið bjart næstu daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við erum öllu vön á landsbyggðinni. Hér á Akureyri er ágætis veður í dag. ca. 11 gráður í logni. Sólarlaust. Það er svipað og að vera í 16 - 17 gráðum á höfuðborgarsvæðinu. Látið mig vita það ég hef búið þar.
Njótið þess á meðan er.
Gott að fá aðeins að kæla sig eftir síðustu "hitabylgju" það styttist í þá næstu. Bara slæmt að fá svona sjaldan rigningu hér fyrir norðan.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.