Kallaðu það hvaða nafni sem þú vilt !

Ágæti Kjartan!

Þú mátt kalla það hreinsanir ef þú vilt, en hvað hefðir þú gert sjálfur heima hjá þér ef þú hefðir komð að heimili þínu í rúst,- búið að stela stórum hluta af innbúinu og all útatað í skít!

Ég býst við því að þú hefðir reynt að þrífa til.  

Munurinn á þessu dæmi og því sem þið, - elítan í Sjálfstæðisflokknum - hafið komið til leiðar, er sá að íslenskt samfélag hefur ekkert tryggingarfélag til að bæta skaðann.

Málið er það að þið frjálshyggjuriddarar í Sjálfstæðisflokknum og nokkrir siðblindir Framsóknarmenn (sem nú er búið að einangra í flokknum) eruð með aðgerðum ykkar og aðgerðaleysi búnir að leiða yfir íslenskt þjóðfélag mestu hörmungar sem núlifandi kynslóð hefur séð.  Það er ekki nóg að einangra nokkra framsóknarmenn.  Það þarf að einangra fólkið sem enn fylkir sér um þig og þína líka frá pólitískum áhrifum í landinu um ókomin ár. Sjálfstæðismennina sem hafa ekki bara setið að kjötkötlunum síðustu tæpa tvo áratugi, heldur hafa þeir algerlega misskilið þann siðferðisgrunn sem liggur að baki þessu samfélagi sem við búum í.  Siðferði og réttlætiskennd alls þorra almennings í landinu er grundvöllur lýðræðisins og hugsjónarinnar um raunverulegt velferðarsamfélag. 

Það er einlæg von mín  að Sjálfstæðisflokknum verði haldið frá áhrifum í landsstjórninni næstu tvo áratugi eða svo, eða nógu lengi til þess að áhangendur hans fái ráðrúm til að stunda rækilega sjálfsskoðun og gera upp við fortíðina.  

Einu sinni fyrir löngu heyrði ég góða skilgreiningu á því hver væri munurinn á meginstefnunum í pólitíkinni, þegar skygnst væri á bak við flokkakerfið:  Það er til fólk sem lítur á samfélagið sem félag þar sem hver og einn ber ábyrgð að einhverju leyti á náunga sínum og velferðin byggist á samfélagslegu starfi.  Svo er það hinn armurinn.  Fólk sem lítur á samfélagið sem veiðislóð.

Þú og þín skoðanasystkin hafið nógu lengi fengið að valsa frítt um húsakynni samfélagsins og getað borið búslóðina út.  Nú er komið að því að stoppa ykkur og þrífa!  Ef þú hefur fengið sápuslettu í augun og svíður undan henni, þá get ég sagt þér að það líður hjá og ef til vill muntu fá betri sjón á eftir.

 

Þórallur Pálsson


mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

íhaldssemin í sinni skærustu mynd sýnir nákvæmlega af hverju þessir eiginhagsmunaseggir eru kallaðir íhaldið.Nær að kalla þá í leiðini sjálfaðskörunga

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 07:23

2 identicon

Óreiðumaður Kjartan Gunnarsson

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 07:31

3 identicon

"ofsóknir og hreinsanir" ógeðfeldan blæ" "sómakæru fólki hlýtur að ofbjóða"

 Þetta er ekki fyrsti sjálfstæðismaðurinn sem talar á þessum nótum. Þeir virðast allir hafa stillt sig inn á sömu tíðni þegar þeir misstu völdin. Miðað við þær upphrópanir sem þetta fólk hefur notað þá er engi líkara en þeir fýli sig eins og ofsótt þjóðarbrot og saklaus fórnarlömb í stríði.

Rúnar Geir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 08:17

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Djö..... er ég sammála þér félagi Þórhallur. 

Velkominn i bloggheim. 

Benedikt V. Warén, 6.2.2009 kl. 08:48

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

skil ekki út af hverju Kjartan var ekki á þessum fræga 30 manna lista!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 6.2.2009 kl. 09:02

6 Smámynd: Skaz

Sjálfstæðismenn, að minnsta kosti ákveðinn hópur þeirra. Virðast upplifa sjálfa sig sem einhverskonar valdastétt sem er borin til þess að stjórna og nú þegar sú trú þeirra er leiðrétt þá byrja þeir að kvarta og kveina um ofsóknir. Þessir menn upplifa sig sem þjóðarbrot vegna þess að þeir eru það. Þetta er hópur sem er siðlaus og lítur á landið sem sína persónulegu eign og ríkið sem sitt fyrirtæki. Þessir menn hafa allt of lengi sloppið við það að svara til nokkurns annars heldur en samherja sinna í því arðráni og misþyrmingu sem þeir hafa stundað hér á landi.

Skaz, 6.2.2009 kl. 09:26

7 identicon

Þjóð í Hlekkjum Hugarfars var það ekki þáttur um þessa snillinga fyrr á öldum hér a klakanum he he Spurning um að fara að hvetja framleiðandan til að gera seríu tvö þar sem atburðir 150 árum seinn verða gerð skil.

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband