Heiðursmaður
25.1.2009 | 12:11
Það er ekki við hæfi að koma með rætnar athugasemdir við þá frétt að Björgvin segi sig frá embætti viðskiptaráðherra. Með því sýnir hann í verki það sem allur almenningur hefur krafist. Það skiptir engu máli þótt sekt annarra sé margfalt meiri og jafnvel sektin öll. Ráðherrar eru æðstu yfirmenn þess hluta stjórnsýslunnar sem undir þá heyra og þeim er trúað fyrir.
Betur væri að annar ráðherra sem hefur orðið ber að því að brjóta grunvallarreglur stjórnsýslunnar segi af sér og það strax, hvað sem fjármála- og bankakreppu líður. Sá ætti að minnast svars Kolskeggs, þegar hann neitaði að snúa við heim, eins og Gunnar á Hlíðarenda gerði:
"Hvorki mun ég á þessu níðastog á engu öðru, því er mér er til trúað"
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.