Ég er íhald

Ég er örugglega íhaldsmaður:

Ég vil dagskrárlið í útvarpinu endurvakinn,sem var við lýði um áratuga skeið.

Klukkan 18:45 mátti heyra, "Þetta er á Veðurstofu Íslands, veðrið klukkan 18"
Síðan voru lesin veðurskeyti frá öllum veðurstöðvum landsins, auk Tíngmíarmíút, Tóbínhöfða, Þórshafnar í Færeyjum og slatta af skipum.
Í lokin var tilgreint hvar hlýjast hafði verið á landinu þann daginn, hvar vindhraði hafði verið mestur og hvar mest hafði rignt eða snjóað.

Reyndar var alltaf tilgreint annars vegar hvernig þetta hafði verið í Reykjavík og hins vegar hvernig ástandið hafði verið á landinu.  Það gaf manni þá hugmynd að trúlega væri Reykjavík alls ekki á landinu, heldur á einhverjum öðrum stað.

Nú er búið að menga RÚV rás 1, með því sem maður forðaðist mest á rás tvö : Leiknar, öskraðar eða emjaðar auglýsingar.  Fluttar eins og það sé upphrópunarmerki á eftir hverju orði.

Ég tek fram að ég opna ekki rás tvö, nema ef ég er á akstri, hef misst af kvöldfréttunum og langar til að heyra sjónvarpsfréttirnar.  Ekki þýðir að vænta veðurfrétta á þeirri rás, því þar er þeim rækilega úthýst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband