Nú ættu Jóhanna og Steingrímur að þegja
7.5.2010 | 13:59
Þó margir séu reiðir og jafnvel þó svo sé komið málum sem raun ber vitni, þá er ein grundvallarregla enn í gildi í okkar réttarfari: Enginn er sekur fyrr en dómstóll hefur dæmt sekt. Að heyra blaðrið í þessari gömlu og þreyttu konu sem við köllum forsætisráðherra og sömuleiðis í Heilögum Steingrími gengur út yfir allt. Þau eru komin í flokk með forsetanum með ótímabært og óábyrgt tal.
Að forsvarsmenn framkvæmdavaldsins skuli voga sér að opna munninn opinberlega um sakamál á þessu stigi er óafsakanlegt. Burtséð frá því hvað þau eða við hin meinum um viðkomandi einstaklinga og burtséð frá því þótt við hugsum forsprökkum útrásarinnar þegjandi þörfina.
Látum dómsvaldið og réttvísina vinna sitt verk án þess að blanda okkur í það
Kaupþingsmenn í gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég get ekki annað en verið þér innilega sammála. Það er alltof áberandi hvernig bæði þingmenn og ráðherrar tjá sig um mál sem eru í höndum dómsvaldsins. Þetta fólk hefur sumt enga tilfinningu fyrir eðlilegri stjórnsýslu. Þingmenn, ráðherrar og embættismenn ættu aldrei að láta eins og dómstóll götunnar.
Smjerjarmur, 7.5.2010 kl. 14:19
Þau töluðu nú bæði mjög varlega og felldu enga dóma yfir þessum ógæfu mönnum.
Gunnlaugur I., 7.5.2010 kl. 15:33
Þetta eru spápeð við hlið Björgólfsfeðgana og fleiri en þeir eru ekki hreyfðir vegna tengsla sinna inn í pólitíkina og gætu grafið ofan af öllum skítnum sem samfylkingin ásamt íhaldinu og Bændaflokknum eru flækt.Svo er ég viss um að einhverjir innan Vinstri Grænna hafa nú einhver tengs út í Bankastofnanir og fjármálageiran á 007 tímanum
Nei ráðumst á smákallana fórnum þeim á altarinu og róum þjóðina hugsar þetta lið
Maður er farinn að skammast sín fyrir að vera Íslendingur og sjá aðrar þjóðir bókstafklega hlægja að rólyndi okkar því við yppum bara öxlum þegar erlendir sérfræðingar segja að á Íslandi hafi þrifist mesta spilling sem þekkist í tugi ára í sögu jarðar :)
En nei við erum smásálarlegi látum selja okkur svona ódýrar lausnir og öxlum enga ábyrgð sjálf og krefjumst engra aðgerða erum bara sátt við að það er verið að fangelsa menn en ekki alla sem bera ábyrgð nei bara þá sem mega missa sín í blekkingaleiknum
Ísland er bara Brandari
Guðmundur (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 16:00
Við skulum ekki gleyma því hverjir kunna að bera ráðherraábyrgð gagnvart þjóðinni. Hjá Jóhönnu er þetta eins og að kasta steini úr glerhúsi. Formaður hennar ásamt formanni sjálfstæðisflokksins fóru í sérstaka reisu til að ljúga að ráða og viðskiptamönnum bankanna. Á meðan voru stofnaðir Isave reikningarnir í Hollandi.
Þá erum við ekki að tala um þá sem byrjuðu að velta snjóboltanum. Þá sem sem seldu bankana og létu undir höfuð leggjast að gæta allrar varúðar og gáfu bankana flokksbundnum glæponum.
Þessvegna má segja að þetta séu smákrimmar.
Guðmundur (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.