Kýr - um kú - frá kú - til kýr

.... "David Blunkett meiddist er kú réðist á hann"

Ég velti fyrir mér hvort blaðamenn hafi aldrei verið í skóla.  Oft ofbjóða mér  ritvillurnar í fréttunum á mbl.is.

Hvernig væri nú að æfa fallbeygingarnar ?


mbl.is Þingmaður varð fyrir kú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minnstu ekki á þetta ógrátandi. Ég held að blaðurmenn mbl geti ekki verið eldri en 15 ára. Fyrir það fyrsta þá þýða þeir beint af erlendum ruslveitum án þess að breyta orðaröð, né fletta upp í orðabók, svo hraðsuðan sú verður gersamlega óskiljanleg kakofónía á köflu. Þegar pennanum svo sjaldan blæðir frá eigin brjósti koma hortittirnir, sletturnar og fallsýki í öllum föllum. Þetta á svo sem líka við um útvarp og sjónvarp.  Ég er ekki enn búinn að jafna mig eftir glymjanda dagskrárkynninga um skólahreysti.  Í nokkrar vikur var talað um að"fylgjast með þátakendum skólahreystis". Það var aldrei leiðrétt.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 18:05

2 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Áttu ekki við að þetta eigi ekki að vera Kú um Kú frá kúu til kú-ar ???

Hahahahaha , ég mátti til:)

En gaman að sjá bloggið þitt og hinn vefinn,  þú tekur góðar myndir, ég hlakka til að sjá meira:)

Kær kveðja

Linda Gísla

Linda Samsonar Gísladóttir, 18.6.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband