Afglöp í stjórnsýslu ?

Kann að vera.  En við sem erum áhorfendur að öllum þessum ósköpum erum búin að sjá sitthvað í þeim efnum.  Enn hefur Umboðsmaður Alþingis þó ekki fellt Jóhönnu á prófinu, eins og hann gerði við Árna dýralækni Matthiesen.

Við lifum á vægast sagt óvenjulegum tímum og það sem einkennir þá er m.a. sú staðreynd að sá hluti æðstu stjórnsýslu landsins sem sýslar með efnahags- og peningamál er gersamlega rúinn tausti almennings í landinu og umheimsins.  Kann að vera að ósnertanleiki seðlabankastjóranna heimili ekki að þeir séu beðnir um að finna sér annað að gera, og það kann líka að vera að þeir hafi ekkert gert nema rétt.  Það breytir bara ekki því að án trausts geta þeir ekki setið, sama hversu "ósanngjarnt" það kann að vera í þeirra eigin augum að þeir séu knúnir til að finna sér annan starfsvettvang.


mbl.is Björn: Réttmæt ábending Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ertu þá ekki bara að tala um að þeir fari á elliheimili??  Þeir gætu þá altént tekið í spil þar, án þess að setja eitthvað á hausinn.  Seðlabankinn er tæknilega gjaldþrota undir þessara manna stjórn.

Benedikt V. Warén, 9.2.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband