Samgönguframkvæmdir

Flest er þetta hið besta mál.  Það eina sem stingur í augu eru þessi margnefndu Vaðlaheiðargöng. Ég á erfitt með að koma auga á brýna þörf fyrir þessi jarðgöng.  Vegurinn um Víkurskarð er góður og vandaður vegur og jarðgöng sem stytta ekki nema 16 km leið sem að auki er næsta hættulítill geta ekki talist mikilvæg.

Það þarf hins vegar að ljúka gerð Hringvegarins.  Þar er hægt að stytta hringinn um rúma 60 kílómetra með því að byggja frambærilegan veg um Öxi, - hugsanlega að hluta til í jarðgöngum.  Sömuleiðis vantar jarðgöng undir Lónsheiði, stutt göng sem legðu af verulega hættulegan vegarkafla um Hvalnes- og Þvottárskriður.

Þá vil ég nefna ástandið í samgöngum Vopnafjarðar og byggðanna þar fyrir norðan:  Það er brýnt að gera jarðgöng milli Vopnafjarðar og Héraðs og þar með stytta leið milli þessarra nágrannabyggða um 80 km.

En umfram allt: Látum allar umræður um lúxusframkvæmdir í vegamálum bíða þangað allur Hringvegurinn er lagður bundnu slitlagi og þar til allir þéttbýlisstaðir landsins eru tengdir vönduðu vegakerfi, hvar sem þessir staðir eru.


mbl.is Samgönguframkvæmdir undirbúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Sæll Þórhallur.

Ertu þú sáttur við þessa samgöngumiðstöð vestur í bæ, byggða fyrir endann á stuttu brautinni, braut sem er nauðsynleg í suð-vestan stormi eða um 5 daga á ári.

Eða hvaða glóra er í því að aka stærsta hluta farþega vestur í bæ og í rútum sömuleið til baka?

Ég var að setja inn myndaröð sem sýnir hvernig þróun gæti orðið ef Samgöngumiðstöð og Háskólasjúkrahús yrði byggt á Ártúnshöfða.

Kv. úr Reykjavík

Sturla Snorrason, 11.11.2009 kl. 19:24

2 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Þórhallur ég er sammála þér með forgangsröðina í vegamálum. Það ætti í raun að taka ákvörðinina úr höndum pólitíkusanna sem oftast eru að afla sér atkvæða í sínu kjördæmi og lofa gjarnan gulli og grænum skógum og reyna svo eftir megni að standa við það þrátt fyrir þjóðhagslegt óhagkvæmni.

Algerlega frábært að rekast hér á módelið af nýjum miðbæ við Geirsnef eftir Sturlu Snorrason sem hann hefur gert upp á sitt einsdæmi.Sannkallað afrek. Sjálfur hef ég þá skoðun að byggja eigi nýja flugstöð við hlið þeirrar gömlu við Reykjavíkurflugvöll og eingöngu fyrir flugið,getur verið á fleiri en einni hæð. Rútumiðstöin ( BSÍ ) á að vera á sínum stað og einnig fyrir brottför og komur til Keflavíkur. Ef nauðsynlegt er að færa hana ætti að færa hana nær miðbænum,annað hvort við Hafnarstræti eða nær Tónlistarhúsinu. Svona mannvirki á að vera í miðbæ. Snorri og fleiri hafa bent á góðan stað fyrir Háskólasjúkrahús. Með kveðju

Sigurður Ingólfsson, 11.11.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband